Skólinn snýst um samskipti Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:08 Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar og eiga að njóta þess tíma og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Samstarf heimila og skóla Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans. Hvernig tek ég þátt? Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum. Virðing vísar veginn Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hrefna Sigurjónsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar og eiga að njóta þess tíma og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Samstarf heimila og skóla Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans. Hvernig tek ég þátt? Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum. Virðing vísar veginn Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun