Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 10:41 Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira