Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 06:16 Hálendi Íslands er að margra mati afar fallegt. Á stórum svæðum er þó afar lítið um gróður. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira