Fyrrverandi ráðherra fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrsluskrif Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. ágúst 2019 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir. Fréttablaðið/Ernir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Skýrslan var greidd af norrænu ráðherranefndinni en starfsemi hennar er fjármögnuð með framlögum frá norrænu ríkjunum. Framlag Íslands fyrir árið 2019 er um 204 milljónir króna. Ragnheiður Elín naut aðstoðar Berglindar Hallgrímsdóttur, forstöðumanns hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem fékk 1 milljón fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um Norðurlöndin, hittu sérfræðinga, ráðherra, forstöðumenn stofnana og fleiri sem koma að stefnumótun í ferðamálum. Ferðakostnaðurinn nam 1,3 milljónum en þar af námu fargjöld 587 þúsundum, dagpeningar 172 þúsundum, dvalarkostnaður 417 þúsundum, keyptar máltíðir 59 þúsundum og útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund krónum. Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að Norðurlönd hafi til mikils að vinna með samstarfi í ferðamálum. Meðal annars gæti borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Efni skýrslunnar var ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem kynnt var í júlí. Lagt er til í nýju ferðamálaáætluninni að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Áhersla er lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Skýrslan var greidd af norrænu ráðherranefndinni en starfsemi hennar er fjármögnuð með framlögum frá norrænu ríkjunum. Framlag Íslands fyrir árið 2019 er um 204 milljónir króna. Ragnheiður Elín naut aðstoðar Berglindar Hallgrímsdóttur, forstöðumanns hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem fékk 1 milljón fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um Norðurlöndin, hittu sérfræðinga, ráðherra, forstöðumenn stofnana og fleiri sem koma að stefnumótun í ferðamálum. Ferðakostnaðurinn nam 1,3 milljónum en þar af námu fargjöld 587 þúsundum, dagpeningar 172 þúsundum, dvalarkostnaður 417 þúsundum, keyptar máltíðir 59 þúsundum og útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund krónum. Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að Norðurlönd hafi til mikils að vinna með samstarfi í ferðamálum. Meðal annars gæti borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Efni skýrslunnar var ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem kynnt var í júlí. Lagt er til í nýju ferðamálaáætluninni að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Áhersla er lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira