Viðstaddur var nokkuð stór hópur fólks, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands. Erlendir fjölmiðlar fylgdust jafnframt með athöfninni en málið hefur vakið heimsathygli.
Að ræðuhöldum loknum um hádegisbil í dag var gengið af stað upp að Ok þar sem minnisvarða verður komið fyrir. Textann á minnisvarðanum skrifaði rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason en þar eru rituð skilaboð til framtíðarinnar og minningarorð um jökulinn.
Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að tími til aðgerða í loftslagsmálum sé löngu kominn. Bæði einstaklingar og fyrirtæki auk stjórnvalda um allan heim verði að bregðast við. Nánar var rætt við Katrínu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.“