Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 12:18 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira