Myndband | Þór Þormar meistari annað árið í röð Bragi Þórðarson skrifar 18. ágúst 2019 11:30 Akureyringurinn Þór Þormar Pálsson var á heimavelli um helgina. Mynd/Sveinn Haraldsson Greifatorfæran fór fram á laugardaginn í gryfjunum á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar í Glerárdal. Keppnin var sú fimmta og síðasta á Íslandsmótinu. Í flokki sérútbúinna bíla var slagurinn á milli ríkjandi Íslandsmeistarans Þór Þormars Pálssonar á Thor og Hauks Viðars Einarssonar á Heklu. Þór hafði fjögurra stiga forskot og dugði því að lenda á eftir Hauk, svo lengi sem enginn kæmist á milli þeirra. Haukur fór vel af stað og var strax kominn á undan eftir fyrstu braut. Í annari braut gerði Þór mistök er hann velti bíl sínum og tapaði tæpum 200 stigum á keppinaut sinn. „Þetta er bara rétt að byrja, en ég er klárlega að gefa Hauki alltof mikið forskot, og nú eru alltof margir á milli okkar,‘‘ sagði Þór í hádegishléi eftir tvær brautir. Ótrúlega spennandi keppniKeppni fór aftur af stað klukkan eitt og fékk Þór gullið tækifæri til að komast upp að hlið Hauks í fjórðu braut. Þar komst Haukur ekki upp en Þór tókst ekki að nýta sér mistök andstæðings síns. Þegar komið var í sjöttu og síðustu braut leiddi Haukur, annar kom Grétar Óli Ingólfsson á Kötlu og Þór þriðji. Haukur hafði því titilinn í höndum sér. Haukur Viðar fór fyrstur í síðustu brautina og gerði afdrifarík mistök strax í fyrsta barði. Þá velti hann Heklunni og fékk aðeins 90 stig af 350 mögulegum. Þór kom næstur en þrátt fyrir að komast næstum alla leið var bilið í Hauk svo mikið að Þór komst ekki upp fyrir hann. Örlög Hauks myndu því ráðast þegar að Akureyringurinn Grétar Óli færi í brautina. Úrslit réðust á síðustu stunduGrétar Óli keyrði Kötluna fyrst kvöldið fyrir keppni.Sveinn HaraldssonGrétar var síðastur í rásröð, spennan var gríðarleg í Glerárdalnum er hann lagði af stað á Kötlunni, bíl sem hann hafði fengið lánaðann og prófaði fyrst kvöldið fyrir keppni, eftir margar andvökunætur við að koma fyrir nýrri vél í bílnum. Heimamaðurinn gerði sér lítið fyrir og fór alla leið og tryggði sér þar með sigurinn við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Það ýtti Hauk niður í annað sætið og Þór hélt þriðja. Úrslitin þýddu að Þór Þormar Pálsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Rétt eins og í fyrra réðust úrslit í síðustu braut í síðustu keppni. Steingrímur meistari í götubílaflokkiSteingrímur segir torfæruna alltaf jafn skemmtilega.Sveinn HaraldssonÍ götubílaflokki var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason sem tryggði sér bæði sigur í Greifatorfærunni og Íslandsmeistaratitilinn. Titilinn var í raun aldrei í hættu þar sem helsti keppinautur Steingríms, Óskar Jónsson, varð frá að hverfa um miðbik keppninnar. Steingrímur hefur verið að keppa á sama Willys jeppanum síðan 1990 og segir torfæruna alltaf jafn skemmtilega. Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Greifatorfæran fór fram á laugardaginn í gryfjunum á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar í Glerárdal. Keppnin var sú fimmta og síðasta á Íslandsmótinu. Í flokki sérútbúinna bíla var slagurinn á milli ríkjandi Íslandsmeistarans Þór Þormars Pálssonar á Thor og Hauks Viðars Einarssonar á Heklu. Þór hafði fjögurra stiga forskot og dugði því að lenda á eftir Hauk, svo lengi sem enginn kæmist á milli þeirra. Haukur fór vel af stað og var strax kominn á undan eftir fyrstu braut. Í annari braut gerði Þór mistök er hann velti bíl sínum og tapaði tæpum 200 stigum á keppinaut sinn. „Þetta er bara rétt að byrja, en ég er klárlega að gefa Hauki alltof mikið forskot, og nú eru alltof margir á milli okkar,‘‘ sagði Þór í hádegishléi eftir tvær brautir. Ótrúlega spennandi keppniKeppni fór aftur af stað klukkan eitt og fékk Þór gullið tækifæri til að komast upp að hlið Hauks í fjórðu braut. Þar komst Haukur ekki upp en Þór tókst ekki að nýta sér mistök andstæðings síns. Þegar komið var í sjöttu og síðustu braut leiddi Haukur, annar kom Grétar Óli Ingólfsson á Kötlu og Þór þriðji. Haukur hafði því titilinn í höndum sér. Haukur Viðar fór fyrstur í síðustu brautina og gerði afdrifarík mistök strax í fyrsta barði. Þá velti hann Heklunni og fékk aðeins 90 stig af 350 mögulegum. Þór kom næstur en þrátt fyrir að komast næstum alla leið var bilið í Hauk svo mikið að Þór komst ekki upp fyrir hann. Örlög Hauks myndu því ráðast þegar að Akureyringurinn Grétar Óli færi í brautina. Úrslit réðust á síðustu stunduGrétar Óli keyrði Kötluna fyrst kvöldið fyrir keppni.Sveinn HaraldssonGrétar var síðastur í rásröð, spennan var gríðarleg í Glerárdalnum er hann lagði af stað á Kötlunni, bíl sem hann hafði fengið lánaðann og prófaði fyrst kvöldið fyrir keppni, eftir margar andvökunætur við að koma fyrir nýrri vél í bílnum. Heimamaðurinn gerði sér lítið fyrir og fór alla leið og tryggði sér þar með sigurinn við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Það ýtti Hauk niður í annað sætið og Þór hélt þriðja. Úrslitin þýddu að Þór Þormar Pálsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Rétt eins og í fyrra réðust úrslit í síðustu braut í síðustu keppni. Steingrímur meistari í götubílaflokkiSteingrímur segir torfæruna alltaf jafn skemmtilega.Sveinn HaraldssonÍ götubílaflokki var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason sem tryggði sér bæði sigur í Greifatorfærunni og Íslandsmeistaratitilinn. Titilinn var í raun aldrei í hættu þar sem helsti keppinautur Steingríms, Óskar Jónsson, varð frá að hverfa um miðbik keppninnar. Steingrímur hefur verið að keppa á sama Willys jeppanum síðan 1990 og segir torfæruna alltaf jafn skemmtilega.
Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti