Öfgahægrimenn og andfasistar tókust á í Portland Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 09:23 Stoltu strákarnir stinga niður fána í almenningsgarði í Portland í gær. Yfirskrift samkomunnar var Bindum endi á innlend hryðjuverk. AP/Noah Berger Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira