Íslenskt skákfélag hélt mót á einni afskekktustu eyju Grænlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 17:18 Gleðin var allsráðandi eftir fyrsta meistaramót Kullorsuaq í skák. mynd/aðsend Í gær lauk hátíð Hróksins, skákfélags, í þorpinu Kullorsuaq á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands. Hátíðin var haldin annað árið í röð en nánast allir í þorpinu, um 450 manns, tóku þátt í hátíðarhöldunum. Fyrsta meistaramótið í skák var haldið í bænum og haldin var sirkussýning.Robert Magro ásamt nokkrum ungmennanna úr sikrisskólanum á lokahátíðinni.mynd/aðsendSirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro voru með sirkusskóla fyrir börn og fullorðna, og slógu upp mikilli sýningu í íþróttahúsi bæjarins í hátíðarlok. Þeir voru líka í föruneyti Hróksins til Kullorsuaq í fyrra, og segir Roberto að Kullorsuaq sé einstakur staður. ,,Ég hef sýnt og kennt í flestum heimsálfum, en aldrei kynnst öðru eins og hérna," segir Roberto.Sirkussýningin vakti mikla gleði meðal áhorfenda.mynd/aðsendHrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir ferðina hafa gengið vonum framar en hann kenndi skák í grunnskólanum í vikunni. Skákfélag var stofnað í bænum þegar Hrókurinn heimsótti bæinn í fyrra. Hann segir börnin í skólanum, sem eru um hundrað talsins, hafa verið mjög áhugasöm: „Þau sýndu hreint undraverða leikni við skákborðið og öll voru þau jafn áhugasöm og yndislegt að upplifa leikgleðina.“ Þrjátíu og tveir keppendur tóku þátt í meistaramótinu og voru þeir á öllum aldri. Keppendur í Kullorsuaq voru fleiri en keppendur á meistaramótinu í Nuuk, þar sem meira en 18 þúsund manns eru búsettir. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næstu hátíð. Grænland Skák Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Í gær lauk hátíð Hróksins, skákfélags, í þorpinu Kullorsuaq á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands. Hátíðin var haldin annað árið í röð en nánast allir í þorpinu, um 450 manns, tóku þátt í hátíðarhöldunum. Fyrsta meistaramótið í skák var haldið í bænum og haldin var sirkussýning.Robert Magro ásamt nokkrum ungmennanna úr sikrisskólanum á lokahátíðinni.mynd/aðsendSirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro voru með sirkusskóla fyrir börn og fullorðna, og slógu upp mikilli sýningu í íþróttahúsi bæjarins í hátíðarlok. Þeir voru líka í föruneyti Hróksins til Kullorsuaq í fyrra, og segir Roberto að Kullorsuaq sé einstakur staður. ,,Ég hef sýnt og kennt í flestum heimsálfum, en aldrei kynnst öðru eins og hérna," segir Roberto.Sirkussýningin vakti mikla gleði meðal áhorfenda.mynd/aðsendHrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir ferðina hafa gengið vonum framar en hann kenndi skák í grunnskólanum í vikunni. Skákfélag var stofnað í bænum þegar Hrókurinn heimsótti bæinn í fyrra. Hann segir börnin í skólanum, sem eru um hundrað talsins, hafa verið mjög áhugasöm: „Þau sýndu hreint undraverða leikni við skákborðið og öll voru þau jafn áhugasöm og yndislegt að upplifa leikgleðina.“ Þrjátíu og tveir keppendur tóku þátt í meistaramótinu og voru þeir á öllum aldri. Keppendur í Kullorsuaq voru fleiri en keppendur á meistaramótinu í Nuuk, þar sem meira en 18 þúsund manns eru búsettir. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næstu hátíð.
Grænland Skák Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira