Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem lætur af embætti í næstu viku eftir að hafa stýrt Seðlabanka Íslands í tíu ár, er að ganga frá samningum um tímabundið starf í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, fyrir samtök seðlabanka Suð-Austur Asíu (SEACEN).
Í Malasíu mun Már veita seðlabönkunum einkum ráðgjöf við stefnumótun í tengslum við innflæðishöft, eða svokallað fjárstreymistæki, meðal annars í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Már greindi frá þessu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í kveðjuhófi í Seðlabankanum í fyrradag.

