Malbikun stendur yfir á vegamótum Þrengslavegar og Hellisheiðar í dag. Vegna þessa verður lokað fyrir umferð um Þrengslaveg til klukkan sex í kvöld. Þór er hægt að aka veginn úr austurátt að Raufarhólshelli.
Tilkynning um malbikunina kom inn á vef Vegagerðarinnar klukkan 15:58. Töluverður fjöldi bíla hefur komið að lokun á Þrengslavegi þegar ekið er úr austurátt. Var einn ökumaður verulega ósáttur í samtali við fréttastofu og taldi merkingum á svæðinu ábótavant.

