Sýndu stuðning í verki - vertu Regnbogavinur! Daníel E. Arnarsson skrifar 16. ágúst 2019 16:04 Nú standa Hinsegin dagar yfir og fagnar hátíðin tuttugu ára afmæli í ár. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999 í fámenni á Ingólfstorgi og ári síðar fór fyrsta gleðigangan niður Laugarveg, en í dag er þessi hátíð stærsta og fjölmennasta hátíð landsins. Hinsegin dagar hafa engan launaðan starfsmann og er öll hátíðin drifin áfram af sjálfboðaliðum, en það virðist vera ákveðið leiðarstef þegar kemur að baráttu hinsegin fólks að öll vinna sé unnin ókeypis eða fyrir nánast ekkert. Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978 og eru því orðin 41 árs. Samtökin starfa allt árið um kring og eru markmið þeirra og stefna enn þau sömu og við stofnun, að hinsegin fólk njóti fullra félagslegra og lagalegra réttinda og sé sýnilegt í íslensku samfélagi. Samtökin ’78 hafa verið rekin af sjálfboðaliðum nær alla tíð og opinberu fé var ekki að skipta fyrr en fyrir um áratug. Af þessum sökum var lítið svigrúm til þeirra uppbyggingar sem nauðsynleg er félaga- og mannréttindasamtökum á borð við Samtökin ’78. Í dag eru starfsmenn Samtakanna þrír auk sjö ráðgjafa í verktakavinnu. Í samvinnu við Reykjarvíkurborg reka Samtökin einnig félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Þó margt hafi áunnist á undanförnum áratug eru enn mörg verkefni sem vinna þarf í sjálfboðavinnu. Það sem fjármagnað er að hluta með samningum er ráðgjöf til hinsegin fólks, fræðsla til skóla og opinberra stofnanna og hluti starfs félagsmiðstöðvarinnar. Það sem Samtökin þurfa sjálf að fjármagna eru mörg og mikilvæg verkefni, og í raun mun fleiri en samtökin geta nú sinnt. Þau verkefni sem eru vanfjármögnuð eða aðeins fjármögnuð að litlum hluta eru ærin og mörg. Þar má nefna þróun hinsegin vinnustaðastuðuls fyrir fyrirtæki, fræðslustarfsemi innan lögreglunnar, ráðgjöf til hinsegin fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd, útgáfa fræðsluefnis og myndefnis, þýðingar á erlendu efni, ráðgjöf í ættleiðingarmálum, lögfræðiráðgjöf, þróun alþjóðastefnu, fjölgun ráðgjafahópa og kynheilbrigðismál. Við viljum efla rannsóknir á stöðu hinsegin fólks, efla listir og menningu hinsegin fólks, skrá og gefa út sögu Samtakanna og hinsegin fólks á Íslandi, styrkja alþjóðastarf og þá sérstaklega við norðurlöndin. Auk alls þessa er allt viðhald húsnæðis og rekstur þess, rekstur félagsheimilis, og fleira, og fleira. Verkefni Samtakanna eru fjölbreytt og oft viðkvæm, því þarf að standa rétt og faglega að verki svo Samtökin geti fjárfest til framtíðar. Það fé sem kemur inn frá hinu opinbera eru bara dropi í hinsegin hafið. Í þessari viku opnuðu Samtökin fyrir skráningar Regnbogavina. Regnbogavinir eru þau sem skrá sig sem mánaðarlegir styrktaraðilar og styrkja þannig Samtökin allt árið um kring. Það er félagasamtökum eins og Samtökunum ‘78 mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og að þurfa ekki einungis að reiða sig á opinbert fé sem bundið er í þjónustusamninga. Það hefur aldrei verið jafneinfalt að styrkja starf Samtakanna ‘78. Allar upplýsingar má finna á forsíðu www.samtokin78.isSýndu stuðning í verki. Vertu Regnbogavinur.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú standa Hinsegin dagar yfir og fagnar hátíðin tuttugu ára afmæli í ár. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999 í fámenni á Ingólfstorgi og ári síðar fór fyrsta gleðigangan niður Laugarveg, en í dag er þessi hátíð stærsta og fjölmennasta hátíð landsins. Hinsegin dagar hafa engan launaðan starfsmann og er öll hátíðin drifin áfram af sjálfboðaliðum, en það virðist vera ákveðið leiðarstef þegar kemur að baráttu hinsegin fólks að öll vinna sé unnin ókeypis eða fyrir nánast ekkert. Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978 og eru því orðin 41 árs. Samtökin starfa allt árið um kring og eru markmið þeirra og stefna enn þau sömu og við stofnun, að hinsegin fólk njóti fullra félagslegra og lagalegra réttinda og sé sýnilegt í íslensku samfélagi. Samtökin ’78 hafa verið rekin af sjálfboðaliðum nær alla tíð og opinberu fé var ekki að skipta fyrr en fyrir um áratug. Af þessum sökum var lítið svigrúm til þeirra uppbyggingar sem nauðsynleg er félaga- og mannréttindasamtökum á borð við Samtökin ’78. Í dag eru starfsmenn Samtakanna þrír auk sjö ráðgjafa í verktakavinnu. Í samvinnu við Reykjarvíkurborg reka Samtökin einnig félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Þó margt hafi áunnist á undanförnum áratug eru enn mörg verkefni sem vinna þarf í sjálfboðavinnu. Það sem fjármagnað er að hluta með samningum er ráðgjöf til hinsegin fólks, fræðsla til skóla og opinberra stofnanna og hluti starfs félagsmiðstöðvarinnar. Það sem Samtökin þurfa sjálf að fjármagna eru mörg og mikilvæg verkefni, og í raun mun fleiri en samtökin geta nú sinnt. Þau verkefni sem eru vanfjármögnuð eða aðeins fjármögnuð að litlum hluta eru ærin og mörg. Þar má nefna þróun hinsegin vinnustaðastuðuls fyrir fyrirtæki, fræðslustarfsemi innan lögreglunnar, ráðgjöf til hinsegin fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd, útgáfa fræðsluefnis og myndefnis, þýðingar á erlendu efni, ráðgjöf í ættleiðingarmálum, lögfræðiráðgjöf, þróun alþjóðastefnu, fjölgun ráðgjafahópa og kynheilbrigðismál. Við viljum efla rannsóknir á stöðu hinsegin fólks, efla listir og menningu hinsegin fólks, skrá og gefa út sögu Samtakanna og hinsegin fólks á Íslandi, styrkja alþjóðastarf og þá sérstaklega við norðurlöndin. Auk alls þessa er allt viðhald húsnæðis og rekstur þess, rekstur félagsheimilis, og fleira, og fleira. Verkefni Samtakanna eru fjölbreytt og oft viðkvæm, því þarf að standa rétt og faglega að verki svo Samtökin geti fjárfest til framtíðar. Það fé sem kemur inn frá hinu opinbera eru bara dropi í hinsegin hafið. Í þessari viku opnuðu Samtökin fyrir skráningar Regnbogavina. Regnbogavinir eru þau sem skrá sig sem mánaðarlegir styrktaraðilar og styrkja þannig Samtökin allt árið um kring. Það er félagasamtökum eins og Samtökunum ‘78 mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og að þurfa ekki einungis að reiða sig á opinbert fé sem bundið er í þjónustusamninga. Það hefur aldrei verið jafneinfalt að styrkja starf Samtakanna ‘78. Allar upplýsingar má finna á forsíðu www.samtokin78.isSýndu stuðning í verki. Vertu Regnbogavinur.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar