Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. ágúst 2019 21:07 Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“ Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00