Þættirnir innblásnir af Anthony Bourdain Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 10:17 Frá ferð félaganna um Bandaríkin. Instagram Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira