Þættirnir innblásnir af Anthony Bourdain Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 10:17 Frá ferð félaganna um Bandaríkin. Instagram Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira