„Ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum en þeim mun ekki takast það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 10:30 Megan Rapinoe of félagar í bandaríska landsliðinu hafa mikinn stuðning eftir sigur þeirra á HM í sumar. Getty/Al Bello Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira