Alþjóðlega fótboltaspillingin nær til átta leikmanna á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 15. ágúst 2019 07:45 47 landsleikir voru merktir grunaðir um spillingu, þar af fimm af 10 landsleikjum hjá einu liðinu. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Fréttablaðið/Ernir Ný skýrsla frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýnir örlitla fækkun á grunsamlegum veðmálum tengdum fótbolta. Tveir leikir, flokkaðir í A-flokk, koma þó í fyrsta sinn fyrir í skýrslunni vegna gruns um spillingu. Aldrei áður hefur leikur í þeim flokki komið fyrir í skýrslu af þessu tagi. Í A-flokki teljast leikir á HM og aðrir stórleikir. Alls voru 377 leikir merktir sem grunsamlegir í skýrslunni en þeir voru 397 fyrir árið 2017. Mun fleiri leikir voru þó skoðaðir í fyrra. Alls voru skoðaðir yfir 62 þúsund leikir í 115 löndum sem þýðir að í aðeins 0,61 prósenti leikja sem voru skoðaðir var grunur um að leyndist óhreint mjöl í pokahorninu. Leikirnir ná frá karla- og kvennaflokki og niður í unglingaflokk. Flestir leikir voru skoðaðir í Evrópu eða 35.469 og voru 227 merktir sérstaklega vegna gruns um spillingu. Af þeim 377 leikjum sem merktir voru vegna gruns um spillingu voru 58 í yngri flokkum. Skýrslan nafngreinir ekki deild eða leiki en tekur fram að í einni unglingadeild í Evrópu hafi verið gríðarlega mikið veðjað á úrslit. 47 landsleikir voru merktir, þar af fimm af tíu landsleikjum hjá einu landsliði á árinu. Grunsemdir um spillingu eru sem fyrr mestar í Asíu samkvæmt skýrslunni. Í könnun sem Leikmannasamtökin létu gera meðal leikmanna í efstu deild hér heima, og 191 leikmaður tók þátt í, kom fram að rætt hefði verið við átta leikmenn á þessu ári um að úrslitum hefði verið hagrætt, eða fjögur prósent. Sama prósentutala var í könnun ársins 2016. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Ný skýrsla frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýnir örlitla fækkun á grunsamlegum veðmálum tengdum fótbolta. Tveir leikir, flokkaðir í A-flokk, koma þó í fyrsta sinn fyrir í skýrslunni vegna gruns um spillingu. Aldrei áður hefur leikur í þeim flokki komið fyrir í skýrslu af þessu tagi. Í A-flokki teljast leikir á HM og aðrir stórleikir. Alls voru 377 leikir merktir sem grunsamlegir í skýrslunni en þeir voru 397 fyrir árið 2017. Mun fleiri leikir voru þó skoðaðir í fyrra. Alls voru skoðaðir yfir 62 þúsund leikir í 115 löndum sem þýðir að í aðeins 0,61 prósenti leikja sem voru skoðaðir var grunur um að leyndist óhreint mjöl í pokahorninu. Leikirnir ná frá karla- og kvennaflokki og niður í unglingaflokk. Flestir leikir voru skoðaðir í Evrópu eða 35.469 og voru 227 merktir sérstaklega vegna gruns um spillingu. Af þeim 377 leikjum sem merktir voru vegna gruns um spillingu voru 58 í yngri flokkum. Skýrslan nafngreinir ekki deild eða leiki en tekur fram að í einni unglingadeild í Evrópu hafi verið gríðarlega mikið veðjað á úrslit. 47 landsleikir voru merktir, þar af fimm af tíu landsleikjum hjá einu landsliði á árinu. Grunsemdir um spillingu eru sem fyrr mestar í Asíu samkvæmt skýrslunni. Í könnun sem Leikmannasamtökin létu gera meðal leikmanna í efstu deild hér heima, og 191 leikmaður tók þátt í, kom fram að rætt hefði verið við átta leikmenn á þessu ári um að úrslitum hefði verið hagrætt, eða fjögur prósent. Sama prósentutala var í könnun ársins 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira