Íbúar í Skerjafirði ósáttir við að yngstu nemendur ferðist með strætó Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 20:00 Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“ Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“
Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira