Magnað myndband af Mo Salah að halda bolta á lofti með fótalausum strák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 10:00 Mohamed Salah og Ali Turganbekov. Getty/Alex Caparros Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira