Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 08:31 Sigurjóna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Haft er eftir Sigurjónu í tilkynningu sem send er út vegna ráðningar hennar að hún sé hrærð og þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessari stöðu. Hún taki við góðu búi frá forvera sínum. Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum „sértæka en samkeppnisdrifna markaði,“ eins og það er orðað. Samkvæmt Ráðstefnuborginni Reykjavík komu 135.000 MICE-gestir til landsins á síðasta ári eða tæplega 6% erlendra ferðamanna. Sigurjóna er sögð telja þetta hlutfall of lágt. Víða á þeim áfangastöðum sem Íslendingar bera sig saman við og mestum árangri hafa náð í verðmætasköpun í ferðaþjónustu sé þetta hlutfall á bilinu 15–20%. Tekjur af ráðstefnu- og hvataferðagestum eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt en af meðalferðamanni. Verðmætin felist þó ekki síður í jákvæðum árstíðarhalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan háannatíma. Sigurjóna kallar því eftir samstilltu átaki allra hagsmunaaðila og segist hlakka til að byggja ofan á þann árangur sem hafi náðst síðustu ár með hópi aðildarfélaga úr opinbera- og einkageiranum. Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Haft er eftir Sigurjónu í tilkynningu sem send er út vegna ráðningar hennar að hún sé hrærð og þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessari stöðu. Hún taki við góðu búi frá forvera sínum. Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum „sértæka en samkeppnisdrifna markaði,“ eins og það er orðað. Samkvæmt Ráðstefnuborginni Reykjavík komu 135.000 MICE-gestir til landsins á síðasta ári eða tæplega 6% erlendra ferðamanna. Sigurjóna er sögð telja þetta hlutfall of lágt. Víða á þeim áfangastöðum sem Íslendingar bera sig saman við og mestum árangri hafa náð í verðmætasköpun í ferðaþjónustu sé þetta hlutfall á bilinu 15–20%. Tekjur af ráðstefnu- og hvataferðagestum eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt en af meðalferðamanni. Verðmætin felist þó ekki síður í jákvæðum árstíðarhalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan háannatíma. Sigurjóna kallar því eftir samstilltu átaki allra hagsmunaaðila og segist hlakka til að byggja ofan á þann árangur sem hafi náðst síðustu ár með hópi aðildarfélaga úr opinbera- og einkageiranum.
Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira