Samdráttur í launakostnaði of lítill Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þótt rúmlega fjögurra prósenta samdráttur í launakostnaði Icelandair Group á fyrri árshelmingi sé „vissulega skref í rétta átt“ er hann „of lítill“ enda verði að hafa í huga að gengi krónunnar veiktist um sextán prósent á milli ára. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum félagsins lækkaði úr 38,7 prósentum í 37,9 prósent. Þetta kemur fram í nýju verðmati Capacent í kjölfar árshlutauppgjörs flugfélagsins 1. ágúst síðastliðinn sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt Capacent er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bótagreiðslum frá Boeing vegna kyrrsetningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í gær og stóð gengið í 7,95 við lokun markaða. Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 17 prósent frá áramótum. Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum. „Ef samkeppni á flugmarkaði er í verðum hallar mjög á innlendan flugrekstur og um fjögur prósent hækkun launa er of mikil miðað við núverandi aðstæður. Þótt fjárhagsstaða og úthald Icelandair hafi verið meira en WOW air er það minna en margra erlendra flugfélaga,“ segir í verðmatinu. Þá er varpað fram þeirri spurningu hvort íslenski flugbransinn hafi gert sig ósamkeppnishæfan með of háum launum. „Í forsendum er gert ráð fyrir að launahlutfallið lækki þar sem sætanýting muni aukast. Hætta er á það muni ekki verða niðurstaðan ef nýtt flugfélag verður stofnað á Ísland. Einnig er ljóst að ekkert svigrúm er til hækkunar launakostnaðar í íslenska flugbransanum nú um stundir.“ Áætlun Icelandair gerir ráð fyrir að afkoma félagsins verði neikvæð um 70 til 90 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári ef Boeing MAX-vélarnar komast ekki í loftið. Capacent segist ekki vera sérlega bjartsýnt á að vélarnar fari í loftið og spáir því að rekstrartap flugfélagsins (EBIT) verði um 88 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Þótt rúmlega fjögurra prósenta samdráttur í launakostnaði Icelandair Group á fyrri árshelmingi sé „vissulega skref í rétta átt“ er hann „of lítill“ enda verði að hafa í huga að gengi krónunnar veiktist um sextán prósent á milli ára. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum félagsins lækkaði úr 38,7 prósentum í 37,9 prósent. Þetta kemur fram í nýju verðmati Capacent í kjölfar árshlutauppgjörs flugfélagsins 1. ágúst síðastliðinn sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt Capacent er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bótagreiðslum frá Boeing vegna kyrrsetningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í gær og stóð gengið í 7,95 við lokun markaða. Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 17 prósent frá áramótum. Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum. „Ef samkeppni á flugmarkaði er í verðum hallar mjög á innlendan flugrekstur og um fjögur prósent hækkun launa er of mikil miðað við núverandi aðstæður. Þótt fjárhagsstaða og úthald Icelandair hafi verið meira en WOW air er það minna en margra erlendra flugfélaga,“ segir í verðmatinu. Þá er varpað fram þeirri spurningu hvort íslenski flugbransinn hafi gert sig ósamkeppnishæfan með of háum launum. „Í forsendum er gert ráð fyrir að launahlutfallið lækki þar sem sætanýting muni aukast. Hætta er á það muni ekki verða niðurstaðan ef nýtt flugfélag verður stofnað á Ísland. Einnig er ljóst að ekkert svigrúm er til hækkunar launakostnaðar í íslenska flugbransanum nú um stundir.“ Áætlun Icelandair gerir ráð fyrir að afkoma félagsins verði neikvæð um 70 til 90 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári ef Boeing MAX-vélarnar komast ekki í loftið. Capacent segist ekki vera sérlega bjartsýnt á að vélarnar fari í loftið og spáir því að rekstrartap flugfélagsins (EBIT) verði um 88 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45
Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53