„Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 19:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði samkvæmt nýrri skýrslu. Forseti Alþýðusambands Íslands segir skýrsluna staðfesta það sem lengi hafi verið haldið fram, að launaþjófnaður viðgangist á Íslandi. Skýrslan byggist bæði á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga. Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu hátt í átta hundruð launakröfur í fyrra sem samtals námu um 450 milljónum. Yfir helmingur allra krafna voru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en um 19% launafólks á Íslandi er af erlendum uppruna.Sjá einnig: Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki „Við sjáum auðvitað fyrst og fremst að um helmingur allra krafna sem voru gerðar hjá þessum félögum var vegna erlendra félagsmanna og við sjáum líka það að um helmingur krafna eru gerðar vegna fyrirtækja sem eru í ferðaþjónustu- eða veitinga- eða gistiþjónustu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Hæstu kröfurnar eru aftur á móti gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. „Við höfum séð að samhliða efnahagslegum uppgangi og uppgangi í ferðaþjónustu að þessum málum hefur fjölgað til stéttarfélaganna. Þannig að það er engin spurning að það hefur orðið ákveðin aukning á undanförnum árum,“ segir Róbert. Brotin eru misalvarleg en þau geta meðal annars falist í vangreiðslu á launum, álagsgreiðslum eða örum réttindabrotum. „Þessi skýrsla sýnir svo að ekki verður um villst það sem við höfum haldið fram, að launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd og það er mest í byggingageiranum og ferðaþjónustunn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir ýmislegt hægt að gera til að bregðast við, meðal annars sé mikilvægt að fylgja eftir yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga í vor. „Og síðan er að herða viðurlög, það á ekki að geta borgað sig að svína á fólki í launum, það er kannski eitt af stóru málunum.“ Hún segir að svo virðist sem hér sé að teiknast upp ný stéttaskipting á Íslenskum vinnumarkaði. „Það eru annars vegar þeir sem eru viðkvæmir fyrir, það eru útlendingar, ungt fólk, fólk í lausbeisluðum ráðningarsamböndum og hins vegar þeir sem eru komnir fyrir vind með fasta vinnu, meðaltekjur eða fyrir ofan, og hvernig brotin lenda á viðkvæmustu hópunum.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði samkvæmt nýrri skýrslu. Forseti Alþýðusambands Íslands segir skýrsluna staðfesta það sem lengi hafi verið haldið fram, að launaþjófnaður viðgangist á Íslandi. Skýrslan byggist bæði á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga. Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu hátt í átta hundruð launakröfur í fyrra sem samtals námu um 450 milljónum. Yfir helmingur allra krafna voru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en um 19% launafólks á Íslandi er af erlendum uppruna.Sjá einnig: Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki „Við sjáum auðvitað fyrst og fremst að um helmingur allra krafna sem voru gerðar hjá þessum félögum var vegna erlendra félagsmanna og við sjáum líka það að um helmingur krafna eru gerðar vegna fyrirtækja sem eru í ferðaþjónustu- eða veitinga- eða gistiþjónustu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Hæstu kröfurnar eru aftur á móti gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. „Við höfum séð að samhliða efnahagslegum uppgangi og uppgangi í ferðaþjónustu að þessum málum hefur fjölgað til stéttarfélaganna. Þannig að það er engin spurning að það hefur orðið ákveðin aukning á undanförnum árum,“ segir Róbert. Brotin eru misalvarleg en þau geta meðal annars falist í vangreiðslu á launum, álagsgreiðslum eða örum réttindabrotum. „Þessi skýrsla sýnir svo að ekki verður um villst það sem við höfum haldið fram, að launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd og það er mest í byggingageiranum og ferðaþjónustunn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir ýmislegt hægt að gera til að bregðast við, meðal annars sé mikilvægt að fylgja eftir yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga í vor. „Og síðan er að herða viðurlög, það á ekki að geta borgað sig að svína á fólki í launum, það er kannski eitt af stóru málunum.“ Hún segir að svo virðist sem hér sé að teiknast upp ný stéttaskipting á Íslenskum vinnumarkaði. „Það eru annars vegar þeir sem eru viðkvæmir fyrir, það eru útlendingar, ungt fólk, fólk í lausbeisluðum ráðningarsamböndum og hins vegar þeir sem eru komnir fyrir vind með fasta vinnu, meðaltekjur eða fyrir ofan, og hvernig brotin lenda á viðkvæmustu hópunum.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira