Samkomulagið „undirritað og hátíðlegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/vilhelm Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira