Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 08:20 Placido Domingo er 78 ára gamall. Hér sést hann á hátíð í Madrid um miðjan júlímánuð. Getty/NurPhoto Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll. Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll.
Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira