Miðstjórnar flokksins að meta undirskriftir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Óvíst er hvort nægur fjöldi undirskrifta flokksbundinna Sjálfstæðismanna náist og hvort listinn samrýmist reglum flokksins. Fréttablaðið/valli Í 6. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að miðstjórn sé skylt að fara fram á almenna kosningu um tiltekið málefni berist skrifleg ósk um það frá 5.000 flokksmönnum og að minnsta kosti 300 úr hverju kjördæmi. Jón Kári Jónsson segir að það komi ekki fram í greininni að undirskriftasöfnun megi ekki vera rafræn. „Þarna koma fram nöfn, símanúmer og netföng,“ segir hann. Við stuttlega prófun Fréttablaðsins á skráningu kom í ljós að hægt var að skrá hvern sem er og kom þá melding um að skráning hefði heppnast. Engin auðkenning er á síðunni. „Það verður hægt að athuga hvort viðkomandi er skráður í flokkinn og hafa samband við fólk ef menn hafa rökstuddan grun um að verið sé að skrá inn fólk sem ekki er í flokknum,“ segir Jón um áreiðanleika listans. Hann vill þó ekki meina að hringt verði í alla á listanum. „Það yrði miðstjórnar að meta hvort söfnunin sé traust. Orðalag 6. greinarinnar er frekar almennt og engar kröfur um ákveðna framkvæmd.“ Segir hann ekki hafa verið leitað til framkvæmdastjóra eða annars starfsmanns flokksins vegna framkvæmdarinnar. „Okkur hefur sýnst að forysta flokksins sé okkur frekar andsnúin í þessu máli. Ég veit ekki hvers vegna við hefðum átt að leita þangað.“ Ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, til að svara til um áreiðanleika framkvæmdarinnar. Jón Kári og þeir sem standa að söfnuninni hafa verið þagmælskir um hversu margar undirskriftir hafa safnast. Aðspurður segist Jón Kári ekki hafa aðgang að þeim tölum sjálfur. Tekin hafi verið ákvörðun um að gefa tölurnar ekki upp að svo stöddu en það verður gert þegar fram í sækir. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, dró tilgang undirskriftasöfnunarinnar í efa á Facebook-síðu sinni. Sagði hún að tíminn væri allt of naumur og velti hún því fyrir sér að þetta væri allt saman „eitt stórt leikhús“. Stefnt er að því að afgreiða málið í þinginu í lok ágúst. „Við verðum að sjá til með það,“ segir Jón Kári um hvort það takist að safna undirskriftum og koma á kosningu innan Sjálfstæðisflokksins um málið. „Auðvitað rennum við blint í sjóinn með þetta, þetta er tiltölulega nýtt ákvæði og það hafa ekki myndast neinar hefðir um hvernig skuli standa að þessu eða neinar leiðbeiningar. Þetta verður mjög tæpt hvað tíma snertir en lýðræðislegt.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Í 6. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að miðstjórn sé skylt að fara fram á almenna kosningu um tiltekið málefni berist skrifleg ósk um það frá 5.000 flokksmönnum og að minnsta kosti 300 úr hverju kjördæmi. Jón Kári Jónsson segir að það komi ekki fram í greininni að undirskriftasöfnun megi ekki vera rafræn. „Þarna koma fram nöfn, símanúmer og netföng,“ segir hann. Við stuttlega prófun Fréttablaðsins á skráningu kom í ljós að hægt var að skrá hvern sem er og kom þá melding um að skráning hefði heppnast. Engin auðkenning er á síðunni. „Það verður hægt að athuga hvort viðkomandi er skráður í flokkinn og hafa samband við fólk ef menn hafa rökstuddan grun um að verið sé að skrá inn fólk sem ekki er í flokknum,“ segir Jón um áreiðanleika listans. Hann vill þó ekki meina að hringt verði í alla á listanum. „Það yrði miðstjórnar að meta hvort söfnunin sé traust. Orðalag 6. greinarinnar er frekar almennt og engar kröfur um ákveðna framkvæmd.“ Segir hann ekki hafa verið leitað til framkvæmdastjóra eða annars starfsmanns flokksins vegna framkvæmdarinnar. „Okkur hefur sýnst að forysta flokksins sé okkur frekar andsnúin í þessu máli. Ég veit ekki hvers vegna við hefðum átt að leita þangað.“ Ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, til að svara til um áreiðanleika framkvæmdarinnar. Jón Kári og þeir sem standa að söfnuninni hafa verið þagmælskir um hversu margar undirskriftir hafa safnast. Aðspurður segist Jón Kári ekki hafa aðgang að þeim tölum sjálfur. Tekin hafi verið ákvörðun um að gefa tölurnar ekki upp að svo stöddu en það verður gert þegar fram í sækir. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, dró tilgang undirskriftasöfnunarinnar í efa á Facebook-síðu sinni. Sagði hún að tíminn væri allt of naumur og velti hún því fyrir sér að þetta væri allt saman „eitt stórt leikhús“. Stefnt er að því að afgreiða málið í þinginu í lok ágúst. „Við verðum að sjá til með það,“ segir Jón Kári um hvort það takist að safna undirskriftum og koma á kosningu innan Sjálfstæðisflokksins um málið. „Auðvitað rennum við blint í sjóinn með þetta, þetta er tiltölulega nýtt ákvæði og það hafa ekki myndast neinar hefðir um hvernig skuli standa að þessu eða neinar leiðbeiningar. Þetta verður mjög tæpt hvað tíma snertir en lýðræðislegt.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30
Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04
Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00