Að færa björg í bú allt árið um kring Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. ágúst 2019 09:45 Nú stendur yfir háönn ferðaþjónustunnar á Íslandi – við erum á vertíð. Og eins og við þekkjum snýst vertíð um að koma sem mestum verðmætum í hús á meðan gefur, því að vertíðin endist ekki árið um kring. Vertíðarmánuðir standa undir verðmætasköpuninni sem gerir okkur kleift að þreyja aðra mánuði ársins. Undanfarin tíu ár hefur verið unnið að því að lengja vertíðina og fækka mögru mánuðunum, og einnig að dreifa verðmætasköpuninni víðar til að ágóðinn nái til allra svæða landsins. Betri árangur hefur náðst í því fyrra en seinna. Ein afleiðing niðursveiflunnar nú er að árangurinn gengur til baka á báðum sviðum. Háönnin styttist og ferðamenn fara ekki eins vítt um landið. Hvort tveggja gengur þvert á markmið og stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi.Sjálfbær ferðaþjónusta Sú framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 sem stjórnvöld hafa nú birt er mikilvægur grunnur að nánari stefnumótun um atvinnugreinina til framtíðar. Þar er horft til markmiða eins og þeirra sem nefnd eru hér að ofan og þau sett í samhengi við aðra þætti sem þurfa að vinna saman til að ferðaþjónustan verði áfram sá drifkraftur atvinnulífs og uppbyggingar sem við viljum að hún sé. Framtíðarsýnin er sjálfbær ferðaþjónusta hvort sem litið er til efnahagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Það er skýrt leiðarljós sem gefur tóninn fyrir þá vinnu sem fram undan er, og sýnir fram á vilja stjórnvalda til að taka af festu á þeim verkefnum sem liggja fyrir til uppbyggingar. Og að mörgu þarf sannarlega að huga. Aukin eftirspurn frá Kína Að undanförnu hefur verið bent á að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað hratt undanfarin ár – eru t.d. um 12% fleiri í ár en í fyrra, og að margt bendi til þess að sú eftirspurn aukist enn hraðar á næstu árum. Nýleg fjárfesting Vincents Tan í Icelandair Hotels og yfirlýstur áhugi hans á aukinni markaðssetningu Íslands í Asíu er eitt dæmi. Fréttir af áhuga kínversks flugfélags á lendingartímum á Keflavíkurflugvelli annað. Aukið flugframboð í samspili við aukna markaðssetningu getur auðvitað ýtt ferðamannatölum frá viðkomandi markaðssvæði hratt upp, vinni það saman til að skapa eftirspurn og áhuga á áfangastaðnum. Að þessu samspili þarf að huga varðandi öll kjarnamarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu til að stilla af markmið og árangur, í samræmi við framtíðarsýnina. Framtíðarsýnin er skýr Því hvort sem um er að ræða ferðamenn frá Kína eða öðrum markaðssvæðum er lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar skynsamleg, rökrétt og fjármögnuð uppbygging innanlands og markaðssetning erlendis í samræmi við skýra stefnumótun. Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu um 3-6% árlega og rökrétt er að áætla að fjölgun á Íslandi til lengri tíma verði í samhengi við það. Til að vera undir það búin þurfum við að byggja upp sterka innviði, faglegt atvinnulíf og gæðaþjónustu. Við viljum losa ferðaþjónustuna, og þar með samfélagið, úr klóm sumarvertíðarinnar þannig að hún sé stöðug atvinnugrein allt árið, um allt landið. Atvinnuvegur sem er leiðandi í sjálfbærni, uppfyllir kröfur ferðamanna um gæði, þjónustu og einstaka upplifun, skilar stöðugum arði fyrir atvinnulífið og samfélagið, eykur lífsgæði heimamanna alls staðar á landinu og byggir á sjálfbæru jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda. Arðbær atvinnugrein sem færir öllu samfélaginu björg í bú, allt árið, í sátt við land og þjóð. Það er framtíðarsýnin. Það er verkefnið. Og til að klára það þarf afl og þor, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Brettum upp ermar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir háönn ferðaþjónustunnar á Íslandi – við erum á vertíð. Og eins og við þekkjum snýst vertíð um að koma sem mestum verðmætum í hús á meðan gefur, því að vertíðin endist ekki árið um kring. Vertíðarmánuðir standa undir verðmætasköpuninni sem gerir okkur kleift að þreyja aðra mánuði ársins. Undanfarin tíu ár hefur verið unnið að því að lengja vertíðina og fækka mögru mánuðunum, og einnig að dreifa verðmætasköpuninni víðar til að ágóðinn nái til allra svæða landsins. Betri árangur hefur náðst í því fyrra en seinna. Ein afleiðing niðursveiflunnar nú er að árangurinn gengur til baka á báðum sviðum. Háönnin styttist og ferðamenn fara ekki eins vítt um landið. Hvort tveggja gengur þvert á markmið og stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi.Sjálfbær ferðaþjónusta Sú framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 sem stjórnvöld hafa nú birt er mikilvægur grunnur að nánari stefnumótun um atvinnugreinina til framtíðar. Þar er horft til markmiða eins og þeirra sem nefnd eru hér að ofan og þau sett í samhengi við aðra þætti sem þurfa að vinna saman til að ferðaþjónustan verði áfram sá drifkraftur atvinnulífs og uppbyggingar sem við viljum að hún sé. Framtíðarsýnin er sjálfbær ferðaþjónusta hvort sem litið er til efnahagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Það er skýrt leiðarljós sem gefur tóninn fyrir þá vinnu sem fram undan er, og sýnir fram á vilja stjórnvalda til að taka af festu á þeim verkefnum sem liggja fyrir til uppbyggingar. Og að mörgu þarf sannarlega að huga. Aukin eftirspurn frá Kína Að undanförnu hefur verið bent á að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað hratt undanfarin ár – eru t.d. um 12% fleiri í ár en í fyrra, og að margt bendi til þess að sú eftirspurn aukist enn hraðar á næstu árum. Nýleg fjárfesting Vincents Tan í Icelandair Hotels og yfirlýstur áhugi hans á aukinni markaðssetningu Íslands í Asíu er eitt dæmi. Fréttir af áhuga kínversks flugfélags á lendingartímum á Keflavíkurflugvelli annað. Aukið flugframboð í samspili við aukna markaðssetningu getur auðvitað ýtt ferðamannatölum frá viðkomandi markaðssvæði hratt upp, vinni það saman til að skapa eftirspurn og áhuga á áfangastaðnum. Að þessu samspili þarf að huga varðandi öll kjarnamarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu til að stilla af markmið og árangur, í samræmi við framtíðarsýnina. Framtíðarsýnin er skýr Því hvort sem um er að ræða ferðamenn frá Kína eða öðrum markaðssvæðum er lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar skynsamleg, rökrétt og fjármögnuð uppbygging innanlands og markaðssetning erlendis í samræmi við skýra stefnumótun. Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu um 3-6% árlega og rökrétt er að áætla að fjölgun á Íslandi til lengri tíma verði í samhengi við það. Til að vera undir það búin þurfum við að byggja upp sterka innviði, faglegt atvinnulíf og gæðaþjónustu. Við viljum losa ferðaþjónustuna, og þar með samfélagið, úr klóm sumarvertíðarinnar þannig að hún sé stöðug atvinnugrein allt árið, um allt landið. Atvinnuvegur sem er leiðandi í sjálfbærni, uppfyllir kröfur ferðamanna um gæði, þjónustu og einstaka upplifun, skilar stöðugum arði fyrir atvinnulífið og samfélagið, eykur lífsgæði heimamanna alls staðar á landinu og byggir á sjálfbæru jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda. Arðbær atvinnugrein sem færir öllu samfélaginu björg í bú, allt árið, í sátt við land og þjóð. Það er framtíðarsýnin. Það er verkefnið. Og til að klára það þarf afl og þor, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Brettum upp ermar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun