Elliði hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2019 12:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi brosir þrátt fyrir áhyggjur af starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins. Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins.
Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira