Hvorki né Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 08:00 Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Flokkurinn sem lengi vel gat gengið að þriðja hverju atkvæði vísu, mælist nú með tæplega tuttugu prósenta fylgi. Þessi staða kemur ekki á óvart. Þróunin alþjóðlega hefur verið sú að hefðbundnir kjölfestuflokkar geta ekki lengur gengið að fylgi sínu vísu. Efnahagshrunið 2008 kom flokknum illa, og hefur hann æ síðan verið í tilvistarkreppu. Strax í kjölfarið vildi ný kynslóð forystumanna í flokknum halla sér að Evrópusambandinu og taka upp evruna. Núverandi formaður skrifaði blaðagreinar þeirri skoðun til stuðnings. En harðlínuöfl í flokknum hleyptu loftinu fljótlega úr þeirri blöðru. Hópur flokksmanna taldi sig í framhaldinu ekki eiga samleið með flokknum og stofnaði Viðreisn, sveit frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fyrrverandi Sjálfstæðismanna. Nú er staðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera milli steins og sleggju. Skynsamlega þenkjandi hægri fólk á kost í Viðreisn. Íhaldssamari og þjóðernissinnaðri kjósendur hafa Miðflokkinn. Andlegur leiðtogi og klappstýra síðarnefnda hópsins er fyrrverandi formaðurinn og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann spýr nú eldi og brennisteini á síðum blaðsins. Kannski er vandi Sjálfstæðisflokksins sá að hann hefur leitast við að þóknast öllum. Sigla lygnan sjó. Úr verða hvorki né stjórnmál. Sjaldgæft er að heyra flokksmenn eða kjörna fulltrúa færa hugmyndafræðileg rök fyrir máli sínu. Að nálgast mál frá markaðslegum forsendum eða hægri stefnu á ekki að vera feimnismál. Þvert á móti. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Valið virðist standa milli þess að halla sér í átt til íhaldssamari gilda, og sækja á mið Miðflokksins og Framsóknar, eða að tala fyrir alþjóðlegum gildum og frelsi í viðskiptum. Umræðan um Orkupakkamálið gæti markað tímamót. Forysta flokksins hefur almennt staðið vörð um Evrópusamstarfið og staðið uppi í hárinu á íhaldssamari og popúlískari flokkssystkinum. Mögulega er þetta leiðarljós um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn geti markað sér sérstöðu í breyttu pólitísku umhverfi. Látið popúlíska einangrunarsinna lönd og leið, en sótt á hinn vænginn. Talað af sannfæringu um frelsi í viðskiptum og alþjóðahyggju. Með því má kannski ná Viðreisnarkjósendum aftur heim. Nú er reynt að láta sverfa til stáls með undirskriftasöfnun innan Sjálfstæðisflokksins þar sem krafist er almennrar kosningar um afstöðu flokksmanna til þriðja Orkupakkans. Miðflokksmenn hafa af listfengi áróðursmannsins náð því að slá sig til riddara í Klaustursfárinu. Þeir kunna að tala til síns hóps. En erindi þeirra í pólitík er óskiljanlegt, annað en að skapa persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vettvang á stjórnmálasviðinu. Saga sérframboða á óskýrri vegferð bendir til þess að ævintýrið verði skammlíft. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hugsa til lengri tíma og hætta eltingaleik við mestu popúlistana hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Flokkurinn sem lengi vel gat gengið að þriðja hverju atkvæði vísu, mælist nú með tæplega tuttugu prósenta fylgi. Þessi staða kemur ekki á óvart. Þróunin alþjóðlega hefur verið sú að hefðbundnir kjölfestuflokkar geta ekki lengur gengið að fylgi sínu vísu. Efnahagshrunið 2008 kom flokknum illa, og hefur hann æ síðan verið í tilvistarkreppu. Strax í kjölfarið vildi ný kynslóð forystumanna í flokknum halla sér að Evrópusambandinu og taka upp evruna. Núverandi formaður skrifaði blaðagreinar þeirri skoðun til stuðnings. En harðlínuöfl í flokknum hleyptu loftinu fljótlega úr þeirri blöðru. Hópur flokksmanna taldi sig í framhaldinu ekki eiga samleið með flokknum og stofnaði Viðreisn, sveit frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fyrrverandi Sjálfstæðismanna. Nú er staðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera milli steins og sleggju. Skynsamlega þenkjandi hægri fólk á kost í Viðreisn. Íhaldssamari og þjóðernissinnaðri kjósendur hafa Miðflokkinn. Andlegur leiðtogi og klappstýra síðarnefnda hópsins er fyrrverandi formaðurinn og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann spýr nú eldi og brennisteini á síðum blaðsins. Kannski er vandi Sjálfstæðisflokksins sá að hann hefur leitast við að þóknast öllum. Sigla lygnan sjó. Úr verða hvorki né stjórnmál. Sjaldgæft er að heyra flokksmenn eða kjörna fulltrúa færa hugmyndafræðileg rök fyrir máli sínu. Að nálgast mál frá markaðslegum forsendum eða hægri stefnu á ekki að vera feimnismál. Þvert á móti. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Valið virðist standa milli þess að halla sér í átt til íhaldssamari gilda, og sækja á mið Miðflokksins og Framsóknar, eða að tala fyrir alþjóðlegum gildum og frelsi í viðskiptum. Umræðan um Orkupakkamálið gæti markað tímamót. Forysta flokksins hefur almennt staðið vörð um Evrópusamstarfið og staðið uppi í hárinu á íhaldssamari og popúlískari flokkssystkinum. Mögulega er þetta leiðarljós um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn geti markað sér sérstöðu í breyttu pólitísku umhverfi. Látið popúlíska einangrunarsinna lönd og leið, en sótt á hinn vænginn. Talað af sannfæringu um frelsi í viðskiptum og alþjóðahyggju. Með því má kannski ná Viðreisnarkjósendum aftur heim. Nú er reynt að láta sverfa til stáls með undirskriftasöfnun innan Sjálfstæðisflokksins þar sem krafist er almennrar kosningar um afstöðu flokksmanna til þriðja Orkupakkans. Miðflokksmenn hafa af listfengi áróðursmannsins náð því að slá sig til riddara í Klaustursfárinu. Þeir kunna að tala til síns hóps. En erindi þeirra í pólitík er óskiljanlegt, annað en að skapa persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vettvang á stjórnmálasviðinu. Saga sérframboða á óskýrri vegferð bendir til þess að ævintýrið verði skammlíft. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hugsa til lengri tíma og hætta eltingaleik við mestu popúlistana hverju sinni.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar