Ung framlína á móti Ungverjum og Sandra byrjar í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 17:30 Hlín Eiríksdóttir í leik með Val í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli í kvöld en þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 og fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki í íslenska liðsins og það kemur síðan lítið á óvart í vali Jóns Þórs á varnar- og miðjumönnum liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vanar því að mynda saman varnarlínu Íslands og á miðjunni eru síðan þrjár af bestu knattspyrnukonum landsins eða þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Jón Þór teflir hins vegar fram ungri framlínu á móti Ungverjum í kvöld en þar eru allir leikmenn yngri en 25 ára og tvær af þremur eru fæddar í kringum aldarmótin. Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi! This is how we start our game against Hungary!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/3Sd3ZvIIOS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2019 Agla María Albertsdóttir (fædd 1999) og Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) eru þar sitt hvorum megin við Elínu Mettu Jensen (fædd 1995). Allar hafa þær farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en þetta eru þrír markahæstu leikmenn deildarinnar, Elín Metta og Hlín með fimmtán mörk og Agla María með tólf mörk. Reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir þurfa því allar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í kvöld.Byrjunarlið Íslands á móti Ungverjum í kvöld:Markvörður Sandra Sigurðardóttir | ValurVarnarmenn Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Hallbera Guðný Gísladóttir | ValurMiðjumenn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Dagný Brynjarsdóttir | Portland ThornsSóknarmenn Hlín Eiríksdóttir | Valur Elín Metta Jensen | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik EM 2021 í Englandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli í kvöld en þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 og fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki í íslenska liðsins og það kemur síðan lítið á óvart í vali Jóns Þórs á varnar- og miðjumönnum liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vanar því að mynda saman varnarlínu Íslands og á miðjunni eru síðan þrjár af bestu knattspyrnukonum landsins eða þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Jón Þór teflir hins vegar fram ungri framlínu á móti Ungverjum í kvöld en þar eru allir leikmenn yngri en 25 ára og tvær af þremur eru fæddar í kringum aldarmótin. Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi! This is how we start our game against Hungary!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/3Sd3ZvIIOS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2019 Agla María Albertsdóttir (fædd 1999) og Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) eru þar sitt hvorum megin við Elínu Mettu Jensen (fædd 1995). Allar hafa þær farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en þetta eru þrír markahæstu leikmenn deildarinnar, Elín Metta og Hlín með fimmtán mörk og Agla María með tólf mörk. Reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir þurfa því allar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í kvöld.Byrjunarlið Íslands á móti Ungverjum í kvöld:Markvörður Sandra Sigurðardóttir | ValurVarnarmenn Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Hallbera Guðný Gísladóttir | ValurMiðjumenn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Dagný Brynjarsdóttir | Portland ThornsSóknarmenn Hlín Eiríksdóttir | Valur Elín Metta Jensen | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
EM 2021 í Englandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira