Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:59 Umræðan í þinginu er farin að taka á sig verulega sérstaka mynd en nú undir hádegi gengu háðsglósurnar milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00