Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:25 Fjallað hefur verið um veikindi flugliða Icelandair undanfarin ár. Vísir/vilhelm Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00
Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28
Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29