Keppa í gamanmyndagerð á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 16:12 Gamanmyndahátíðin er haldin á Flateyri. Vísir/Anton Brink Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingstað. Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klukkustundir til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum. Fyrirkomulagið er þannig að liðin eru skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara. Miðvikudaginn 18. September næstkomandi verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður. Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur. Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar. Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð. Nánari upplýsingar um keppnina og hátíðina má finna hér. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Uppistand Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingstað. Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klukkustundir til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum. Fyrirkomulagið er þannig að liðin eru skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara. Miðvikudaginn 18. September næstkomandi verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður. Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur. Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar. Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð. Nánari upplýsingar um keppnina og hátíðina má finna hér.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Uppistand Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira