Hjólabrautin var ekki sett við Vesturbæjarlaugina í skjóli nætur Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 11:00 Hjólahreystibraut hefur verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina. Vísir/Vilhelm Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina. Reykjavík Skipulag Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira