Síðasta djásnið í krúnu McIlroys í ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2019 13:00 Rory McIlroy bregður á leik með FedEx bikarinn. Getty/Keyur Khamar Þegar Norður-Írinn Rory McIlroy lítur til baka yfir tímabilið sem var að klárast á PGA-mótaröðinni er auðvelt að finna hápunkta og lágpunkta. McIlroy olli miklum vonbrigðum á stærsta risamóti ársins, Opna breska meistaramótinu sem fór fram í bakgarði æskuheimilis hans fyrir framan hans fólk en þar fyrir utan átti hann stórkostlegt ár sem var kórónað með sigri á lokamóti tímabilsins um helgina. Sigurinn færði Rory stigameistaratitilinn á mótaröðinni og um leið fimmtán milljónir dollara sem er hæsta verðlaunafjárhæð sem greidd hefur verið í golfi og varð hann um leið annar kylfingurinn í sögunni sem vinnur stigamótið tvisvar en hinn er Tiger Woods.Vonbrigðin á Norður-Írlandi Rory hóf árið af krafti og áttu margir von á því að hann myndi hið minnsta vinna eitt risamót á árinu eftir spilamennskuna í byrjun árs. Rory fagnaði sigri á Players-meistaramótinu eftir að hafa endað meðal sex efstu á fimm mótum þar áður. Honum tókst ekki að færa spilamennskuna yfir á stórmótin. Rory lenti í 21. sæti í Masters-mótinu, eina risamótið sem hann á eftir að vinna til að ljúka alslemmunni (e. Grand-slam), en lék betur á Opna bandaríska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu þar sem hann endaði meðal tíu efstu. Svo kom að Opna breska meistaramótinu sem fór fram á Royal Portrush-vellinum. Fyrstu kynni Rorys af vellinum voru þegar hann fylgdist með pabba sínum leika hann sem ungur drengur og lék hann völlinn í fyrsta sinn tíu ára gamall. Sex árum síðar vakti það athygli þegar Rory setti nýtt vallarmet, kom í hús á ellefu höggum undir pari á þessum geysierfiða velli, met sem stendur enn í dag. Pressan sem fylgdi því að leika á heimavellinum virtist ná til McIlroys því að hann fékk fjórfaldan skolla á fyrstu holu dagsins og lék fyrsta hringinn á átta höggum yfir pari. Rory tókst að rétta úr kútnum og lék frábært golf á öðrum degi en mistök fyrsta dagsins kostuðu hann áframhaldandi þátttökurétt því að hann missti af niðurskurðinum.Rory McIlroy fagnar þegar sigurinn var í höfn.Vísir/GettyLærði af reynslunni Annað árið í röð var Rory búinn að leika vel á lokamóti tímabilsins og komast í lokaráshópinn, sem fór út á East Lake-golfvöllinn í Georgíufylki um helgina, með það að markmiði að landa titlinum. Í fyrra fataðist Rory flugið á lokasprettinum þegar hann féll úr öðru sæti niður í sjöunda sætið með næstversta hring dagsins. Á sama tíma gekk Rory við hlið Tiger Woods lokahringinn þegar Tiger vann sitt fyrsta mót í fimm ár með tilheyrandi fjölmiðlaumfjöllun og fylgi. Rory féll í skugga Tigers Woods á síðasta ári og þurfti að fylgjast með ótrúlegum móttökum sem Tiger fékk undir lokin, en þetta ár var sviðsljósið hans. Þrumuveður á East Lake-vellinum um helgina gerði það að verkum að Rory þurfti að leika 31 holu á lokadegi mótsins og aftur hóf hann lokahringinn í öðru sæti. Nú var Rory að eltast við Brooks Koepka, fjórfaldan risamótsmeistara undanfarin tvö ár sem skaust fram úr Rory á lokasprettinum á WGC-móti í síðasta mánuði, en nú var það Rory sem stóð uppi sem sigurvegari. Þriggja högga sveifla á sjöundu holu gaf McIlroy forskot á næstu keppendur og leit hann aldrei í baksýnisspegilinn eftir það. Smá taugatitringur virtist koma í Rory þegar stutt var eftir en tveir fuglar í röð á lokaholunum gerðu út um vonir annarra kylfinga og gerðu það að verkum að Rory lék alla hringina undir pari.Rory og Tiger Woods ganga hér yfir átjándu flötina fyrir ári, eltir af þúsundum áhorfenda á þessari sögulegu stund. Nordicphotos/GettyRýkur upp peningalistann Þetta er í annað sinn sem Rory ber sigur úr býtum á Fedex-stigamótaröðinni og því í annað sinn sem hann tryggir sér sigur í mótinu sem er með hæstu verðlaunafjárhæð ársins. Með sigrinum rýkur Rory upp úr ellefta sæti peningalistans í það fimmta með 63 milljónir dollara en aðeins Tiger Woods, Phil Mickelson, Vijay Singh og Jim Furyk hafa unnið sér inn meiri peninga á ferlinum en Rory. Samtals vann Rory 22.785.286 Bandaríkjadollara á þessu tímabili eða rétt rúmlega 2,8 milljarða íslenskra króna ásamt því að vinna aðra 47 þúsund dollara, sex milljónir íslenskra króna, á eina mótinu á Evrópumótaröðinni sem Rory tók þátt í á þessu tímabili. Afrakstur þessa eina tímabils hefði nægt Rory til að ná 62. sæti á heildarpeningalista golfsins, fara upp fyrir kylfinga á borð við Fred Couples, Tom Lehman, Louis Oosthuizen og David Duval.Rory McIlroy fagnar með kylfusveini sínum.Getty/Keyur Khamar Birtist í Fréttablaðinu Golf Norður-Írland Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þegar Norður-Írinn Rory McIlroy lítur til baka yfir tímabilið sem var að klárast á PGA-mótaröðinni er auðvelt að finna hápunkta og lágpunkta. McIlroy olli miklum vonbrigðum á stærsta risamóti ársins, Opna breska meistaramótinu sem fór fram í bakgarði æskuheimilis hans fyrir framan hans fólk en þar fyrir utan átti hann stórkostlegt ár sem var kórónað með sigri á lokamóti tímabilsins um helgina. Sigurinn færði Rory stigameistaratitilinn á mótaröðinni og um leið fimmtán milljónir dollara sem er hæsta verðlaunafjárhæð sem greidd hefur verið í golfi og varð hann um leið annar kylfingurinn í sögunni sem vinnur stigamótið tvisvar en hinn er Tiger Woods.Vonbrigðin á Norður-Írlandi Rory hóf árið af krafti og áttu margir von á því að hann myndi hið minnsta vinna eitt risamót á árinu eftir spilamennskuna í byrjun árs. Rory fagnaði sigri á Players-meistaramótinu eftir að hafa endað meðal sex efstu á fimm mótum þar áður. Honum tókst ekki að færa spilamennskuna yfir á stórmótin. Rory lenti í 21. sæti í Masters-mótinu, eina risamótið sem hann á eftir að vinna til að ljúka alslemmunni (e. Grand-slam), en lék betur á Opna bandaríska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu þar sem hann endaði meðal tíu efstu. Svo kom að Opna breska meistaramótinu sem fór fram á Royal Portrush-vellinum. Fyrstu kynni Rorys af vellinum voru þegar hann fylgdist með pabba sínum leika hann sem ungur drengur og lék hann völlinn í fyrsta sinn tíu ára gamall. Sex árum síðar vakti það athygli þegar Rory setti nýtt vallarmet, kom í hús á ellefu höggum undir pari á þessum geysierfiða velli, met sem stendur enn í dag. Pressan sem fylgdi því að leika á heimavellinum virtist ná til McIlroys því að hann fékk fjórfaldan skolla á fyrstu holu dagsins og lék fyrsta hringinn á átta höggum yfir pari. Rory tókst að rétta úr kútnum og lék frábært golf á öðrum degi en mistök fyrsta dagsins kostuðu hann áframhaldandi þátttökurétt því að hann missti af niðurskurðinum.Rory McIlroy fagnar þegar sigurinn var í höfn.Vísir/GettyLærði af reynslunni Annað árið í röð var Rory búinn að leika vel á lokamóti tímabilsins og komast í lokaráshópinn, sem fór út á East Lake-golfvöllinn í Georgíufylki um helgina, með það að markmiði að landa titlinum. Í fyrra fataðist Rory flugið á lokasprettinum þegar hann féll úr öðru sæti niður í sjöunda sætið með næstversta hring dagsins. Á sama tíma gekk Rory við hlið Tiger Woods lokahringinn þegar Tiger vann sitt fyrsta mót í fimm ár með tilheyrandi fjölmiðlaumfjöllun og fylgi. Rory féll í skugga Tigers Woods á síðasta ári og þurfti að fylgjast með ótrúlegum móttökum sem Tiger fékk undir lokin, en þetta ár var sviðsljósið hans. Þrumuveður á East Lake-vellinum um helgina gerði það að verkum að Rory þurfti að leika 31 holu á lokadegi mótsins og aftur hóf hann lokahringinn í öðru sæti. Nú var Rory að eltast við Brooks Koepka, fjórfaldan risamótsmeistara undanfarin tvö ár sem skaust fram úr Rory á lokasprettinum á WGC-móti í síðasta mánuði, en nú var það Rory sem stóð uppi sem sigurvegari. Þriggja högga sveifla á sjöundu holu gaf McIlroy forskot á næstu keppendur og leit hann aldrei í baksýnisspegilinn eftir það. Smá taugatitringur virtist koma í Rory þegar stutt var eftir en tveir fuglar í röð á lokaholunum gerðu út um vonir annarra kylfinga og gerðu það að verkum að Rory lék alla hringina undir pari.Rory og Tiger Woods ganga hér yfir átjándu flötina fyrir ári, eltir af þúsundum áhorfenda á þessari sögulegu stund. Nordicphotos/GettyRýkur upp peningalistann Þetta er í annað sinn sem Rory ber sigur úr býtum á Fedex-stigamótaröðinni og því í annað sinn sem hann tryggir sér sigur í mótinu sem er með hæstu verðlaunafjárhæð ársins. Með sigrinum rýkur Rory upp úr ellefta sæti peningalistans í það fimmta með 63 milljónir dollara en aðeins Tiger Woods, Phil Mickelson, Vijay Singh og Jim Furyk hafa unnið sér inn meiri peninga á ferlinum en Rory. Samtals vann Rory 22.785.286 Bandaríkjadollara á þessu tímabili eða rétt rúmlega 2,8 milljarða íslenskra króna ásamt því að vinna aðra 47 þúsund dollara, sex milljónir íslenskra króna, á eina mótinu á Evrópumótaröðinni sem Rory tók þátt í á þessu tímabili. Afrakstur þessa eina tímabils hefði nægt Rory til að ná 62. sæti á heildarpeningalista golfsins, fara upp fyrir kylfinga á borð við Fred Couples, Tom Lehman, Louis Oosthuizen og David Duval.Rory McIlroy fagnar með kylfusveini sínum.Getty/Keyur Khamar
Birtist í Fréttablaðinu Golf Norður-Írland Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira