Norður-Írland

Fréttamynd

Rauðar við­varanir vegna Éowyn

Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni.

Erlent
Fréttamynd

Rappa um verka­lýðinn, sam­einað Ír­land og mál­vernd

Írska rapptríóið Kneecap hefur vakið mikla athygli á heimsvísu og það bæði af góða og slæma toganum. Það er kannski helst fyrir ögrandi textasmíð og krassandi framkomu. Í lögum sínum láta þeir í ljós vanþóknun sína á hendur ráðandi öflum, stuðning þeirra við hinn umdeilda Írska lýðveldisher og ýmislegt fleira lítt ríkisútvarpshæft.

Tónlist
Fréttamynd

Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa

Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Írar á varðbergi yfir páskana

Í gær voru liðin 25 ár frá því að föstudagssáttmálinn var undirritaður á Norður-Írlandi. Friðarsáttmálinn, sem kenndur er við föstudaginn langa (e. The Good Friday Agreement), var undirritaður árið 1998 og batt hann enda á þriggja áratuga löngu stríði milli írskra kaþólska þjóðernissinna og breska mótmælendur sem varð 3.600 manns að bana.

Skoðun
Fréttamynd

Hættan á hryðjuverkum sögð veruleg og viðbúnaður aukinn

Bresk yfirvöld hafa ákveðið að hækka áhættumat fyrir Norður-Írland upp á næst hæsta viðbúnaðarstig, sem þýðir að hryðjuverk þykja afar líkleg. Ákvörðnin var tekin í kjölfar skotárásar á háttsettan yfirmann í lögreglunni í febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. 

Erlent
Fréttamynd

Tók síðustu ljós­myndirnar af Elísa­betu

Ljósmyndarinn Jane Barlow var ein þeirra sem tók myndir af Elísabetu II og Liz Truss á þriðjudaginn er sú síðarnefnda var gerð að forsætisráðherra Bretlands. Óafvitandi var Barlow að taka síðustu myndirnar af Elísabetu.

Lífið
Fréttamynd

Verður Karl III Bret­lands­konungur

Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hóta stjórnar­slitum verði út­göngu­samningnum ekki breytt

Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi.

Erlent
Fréttamynd

Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn.

Erlent