Innlent

Vara við vatnavöxtum á leið inn í Þórsmörk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn af fjölmörgum bílum sem hafa lent í veseni í Krossá og öðrum ám á leiðinni inn í Þórsmörk.
Einn af fjölmörgum bílum sem hafa lent í veseni í Krossá og öðrum ám á leiðinni inn í Þórsmörk. Viktor Einar Vilhelmsson
Vegna mikillar úrkomu undanfarna sólarhringa hafa ár á leiðinni inn í Þórsmörk og Bása vaxið talsvert og eru þær einungis taldar færar stórum hópferðabílum og mikið breyttum bifreiðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi sem óskar eftir því að þeir sem hyggi á ferðir þar inn eftir hugi sérstaklega að því. Sömuleiðis að þeir fari eftir þeim merkingum sem Vegagerðin setti upp í sumar og sýni sérstaka varðúð þegar kemur að því að aka yfir óbrúaðar ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×