FIFA sagt vera að kanna möguleikann á því að vera með vélmenni í stað aðstoðardómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 10:30 Sjáum við svona dómara í framtíðinni? Getty/Aaron van Zandvoort/S Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til. FIFA Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til.
FIFA Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira