Það var tilfinningaþrungin stund í ítalska boltanum um helgina þegar Sinisa Mihajlovic snéri aftur á hliðarlínuna hjá Bologna.
Þessi 50 ára gamli Serbi var greindur með hvítblæði fyrir sex vikum síðan og hafði verið 41 dag í röð í krabbameinsmeðferð. Hann lét það ekki stöðva sig frá því að stýra liði sínu gegn Verona.
Mihajlovic sagðist ætla að vinna þennan bardaga og lofaði að koma í leikinn um helgina þrátt fyrir stífa lyfjameðferð.
Klukkutíma fyrir leik var staðfest að hann myndi vera á hliðarlínunni. Mörgum til mikillar gleði. Var vel tekið á móti honum og stuðningsmenn beggja liða fögnuðu honum gríðarlega. Leikurinn sjálfur fór svo 1-1.
Mihajlovic hefur náð að fylgjast vel með æfingum liðsins því þær hafa verið sendar beint út fyrir hann. Hann hefur því ekki misst af neinu í sjúkrarúminu og bar sig vel í leiknum.
Snéri aftur á bekkinn eftir 41 dags krabbameinsmeðferð
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti



