Rúnar: Ekki séð neina fingur á titlinum ennþá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2019 19:00 Rúnar var nokkuð sáttur með úrslitin. vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með að fara heim með eitt stig í poka frá Akureyri eftir markalaust jafntefli KA og KR á Akureyrarvelli í dag. Hann sagði þó ljóst að skemmtanagildi leiksins hafi ekki verið hátt. „Það var ekkert dauðafæri í þessum leik þannig að þetta var kannski 0-0 jafntefli eins og það gerist verst,“ sagði Rúnar eftir leik. Hann var ósáttur við að sínir menn skyldu ekki grípa tækifærið og sækja meira á KA-menn sem lágu til baka í upphafi leiks. „Við vorum ekki upp á okkar besta í dag, þrátt fyrir að hafa fengið svona eiginlega leikinn á silfurfati í byrjun. Þeir lágu aftarlega og leyfðu okkur að koma upp með boltann. Tempó-ið í okkar leik datt niður strax. Við ætluðum að halda uppi hærra tempó-i en það var allt of lítið. Það var þannig gegnumgangandi í leiknum,“ sagði Rúnar. KR-ingar eru með þægilega forystu á toppi deildarinnar og þegar skammt er eftir af deildinni er fátt sem bendir til annars en að KR-muni hampa Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar var sáttur með stigið í þeirri vegferð. „Við þurfum að ná í stig og það er gott að koma hingað og ná í eitt stig. Við hefðum viljað fá þrjú en KA-liðið er gott, sterkt fram á við. Það þarf að passa sig að hafa jafnvægi í þessu því að ef þú ferð með allt of marga fram þá refsa þeir þér og við vildum passa okkur á því að fá ekki eitt í andlitið þegar vorum komnir með allt of marga fram,“ sagði Rúnar. Hann tók þó ekki undir að sínir menn væru svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar. „Ég hef ekki séð neina fingur á titlinum ennþá“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Bragðdauft og markalaust fyrir norðan KA og KR gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með að fara heim með eitt stig í poka frá Akureyri eftir markalaust jafntefli KA og KR á Akureyrarvelli í dag. Hann sagði þó ljóst að skemmtanagildi leiksins hafi ekki verið hátt. „Það var ekkert dauðafæri í þessum leik þannig að þetta var kannski 0-0 jafntefli eins og það gerist verst,“ sagði Rúnar eftir leik. Hann var ósáttur við að sínir menn skyldu ekki grípa tækifærið og sækja meira á KA-menn sem lágu til baka í upphafi leiks. „Við vorum ekki upp á okkar besta í dag, þrátt fyrir að hafa fengið svona eiginlega leikinn á silfurfati í byrjun. Þeir lágu aftarlega og leyfðu okkur að koma upp með boltann. Tempó-ið í okkar leik datt niður strax. Við ætluðum að halda uppi hærra tempó-i en það var allt of lítið. Það var þannig gegnumgangandi í leiknum,“ sagði Rúnar. KR-ingar eru með þægilega forystu á toppi deildarinnar og þegar skammt er eftir af deildinni er fátt sem bendir til annars en að KR-muni hampa Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar var sáttur með stigið í þeirri vegferð. „Við þurfum að ná í stig og það er gott að koma hingað og ná í eitt stig. Við hefðum viljað fá þrjú en KA-liðið er gott, sterkt fram á við. Það þarf að passa sig að hafa jafnvægi í þessu því að ef þú ferð með allt of marga fram þá refsa þeir þér og við vildum passa okkur á því að fá ekki eitt í andlitið þegar vorum komnir með allt of marga fram,“ sagði Rúnar. Hann tók þó ekki undir að sínir menn væru svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar. „Ég hef ekki séð neina fingur á titlinum ennþá“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Bragðdauft og markalaust fyrir norðan KA og KR gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Bragðdauft og markalaust fyrir norðan KA og KR gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 18:30