Áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi horfa á svæði á norðurslóðum Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2019 18:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst telur það vera áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi á borð við Bandaríkin séu farin að horfa á svæði á norðurslóðum. Skyndilegur áhugi Donald Trump Bandaríkjaforseta á Grænlandi hafi fært málefni landsins og norðurslóða í kastljósið en hafi um leið sýnt afstöðu forsetans til íbúa Grænlands. „Þetta er auðvitað svæði sem er í gríðarlega mikilli deiglu, auðvitað út af loftslagsbreytingum, en ekki aðeins þess vegna, heldur líka vegna þess að þarna eru bara gríðarlega spennandi landsvæði og ekki síður samfélög,“ sagði Eiríkur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Þarna er fólk sem er að leita sér að auknum umsvifum og betri lífskjörum og vill sækja sér það á einhvern hátt til umheimsins og í samstarfi við ýmsa, t.a.m. Kínverja og einhverju leyti okkur hér. Þeir eru farnir að líta víðar en til Danmerkur.“ „Þessi aðför öll um að kaupa Grænland, hún er auðvitað „absúrd.“ Það er hugtakið sem Mette Frederiksen notaði til að lýsa því og reitti Donald Trump svona til reiði,“ sagði Eiríkur enn fremur.Eins og að Íslendingar keyptu Manhattan Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York: „Þetta er svona álíka möguleg hugmynd og við myndum bjóðast til að kaupa Manhattan. Þú kaupir ekki annarra manna samfélög í nútímanum. Það var gert hér áður fyrr á nýlendutímanum en það er löngu liðin tíð.“ Aðspurður hvort meira liggi að baki því að Bandaríkjastjórn virðist veita norðurslóðum meiri áhuga nú en oft áður, segir Eiríkur hluta af því vera það að Rússland lítur á heimskautið sem sitt heimasvæði: „Utanríkisráðherra Rússlands sagði einhvern tímann að norðurskautið væri rússneskt. Það er líka þetta gamla stórveldakapplaup sem er að einhverju leyti farið af stað og Bandaríkin eru jú farin að líta í mjög auknum mæli til Grænlands og norðurslóðanna.“ „Nú segir Trump að hann vilji setja upp ræðisskrifstofu í Nuuk. Allt er þetta til marks um aukið mikilvægi Grænlands og norðurslóða.“ „Fyrir þessar smáþjóðir sem ekki hafa mikla möguleika á valdbeitingu sér til varnar, þá er auðvitað ákveðið áhyggjuefni hvernig heimsveldin eru einhvern veginn farin að líta á þessi svæði. Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir Grænlendinga að forseti Bandaríkjanna telji þeirra mál vera eitthvað sem hann getur átt bara tvíhliða samtal við forsætisráðherra Danmerkur um. Það lýsir ákveðinni afstöðu til stöðu fólksins á Grænlandi og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á því að fólkið sem þarna er á auðvitað svæðið og það ber að ræða allt við það sem því við kemur.“ Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Norðurslóðir Sprengisandur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst telur það vera áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi á borð við Bandaríkin séu farin að horfa á svæði á norðurslóðum. Skyndilegur áhugi Donald Trump Bandaríkjaforseta á Grænlandi hafi fært málefni landsins og norðurslóða í kastljósið en hafi um leið sýnt afstöðu forsetans til íbúa Grænlands. „Þetta er auðvitað svæði sem er í gríðarlega mikilli deiglu, auðvitað út af loftslagsbreytingum, en ekki aðeins þess vegna, heldur líka vegna þess að þarna eru bara gríðarlega spennandi landsvæði og ekki síður samfélög,“ sagði Eiríkur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Þarna er fólk sem er að leita sér að auknum umsvifum og betri lífskjörum og vill sækja sér það á einhvern hátt til umheimsins og í samstarfi við ýmsa, t.a.m. Kínverja og einhverju leyti okkur hér. Þeir eru farnir að líta víðar en til Danmerkur.“ „Þessi aðför öll um að kaupa Grænland, hún er auðvitað „absúrd.“ Það er hugtakið sem Mette Frederiksen notaði til að lýsa því og reitti Donald Trump svona til reiði,“ sagði Eiríkur enn fremur.Eins og að Íslendingar keyptu Manhattan Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York: „Þetta er svona álíka möguleg hugmynd og við myndum bjóðast til að kaupa Manhattan. Þú kaupir ekki annarra manna samfélög í nútímanum. Það var gert hér áður fyrr á nýlendutímanum en það er löngu liðin tíð.“ Aðspurður hvort meira liggi að baki því að Bandaríkjastjórn virðist veita norðurslóðum meiri áhuga nú en oft áður, segir Eiríkur hluta af því vera það að Rússland lítur á heimskautið sem sitt heimasvæði: „Utanríkisráðherra Rússlands sagði einhvern tímann að norðurskautið væri rússneskt. Það er líka þetta gamla stórveldakapplaup sem er að einhverju leyti farið af stað og Bandaríkin eru jú farin að líta í mjög auknum mæli til Grænlands og norðurslóðanna.“ „Nú segir Trump að hann vilji setja upp ræðisskrifstofu í Nuuk. Allt er þetta til marks um aukið mikilvægi Grænlands og norðurslóða.“ „Fyrir þessar smáþjóðir sem ekki hafa mikla möguleika á valdbeitingu sér til varnar, þá er auðvitað ákveðið áhyggjuefni hvernig heimsveldin eru einhvern veginn farin að líta á þessi svæði. Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir Grænlendinga að forseti Bandaríkjanna telji þeirra mál vera eitthvað sem hann getur átt bara tvíhliða samtal við forsætisráðherra Danmerkur um. Það lýsir ákveðinni afstöðu til stöðu fólksins á Grænlandi og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á því að fólkið sem þarna er á auðvitað svæðið og það ber að ræða allt við það sem því við kemur.“
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Norðurslóðir Sprengisandur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57