Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Sveinn Arnarson skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Hallarekstur Landspítalans verður tekinn föstum tökum í fjárlaganefnd að sögn formannsins. Vísir/Vilhelm Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36
Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47
Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57