„Ég vil vinna beltið mitt aftur og ná fram hefndum gegn Khabib. Æfingabúðirnar voru ekki eins og þær eiga að vera. Í bardaganum hljóp Khabib í burtu alla fyrstu lotuna og reyndi ekki eitt einasta högg,“ sagði Conor við Ariel Helwani og sagði Khabib hafa verið heppinn með þessu eina höggi sem náði að fella Írann.
„Ég vil helst ná fram hefndum en ég ætla ekki að bíða endalaust eftir því tækifæri. Þá er ég opinn fyrir ýmsu. Ég er klár í hvað sem er. Dustin Poirier, Nate Diaz eða Jorge Masvidal. Svo eru líka Tony Ferguson, Max Holloway, Justin Gaethje eða Jose Aldo. Það eru svo mörg belti í boði fyrir mig. Annars skiptir andstæðingurinn ekki máli. Það skiptir máli að ég komi aftur í búrið og verði sá sem ég er.“
"I want my world title back. I want that redemption."@TheNotoriousMMA tells @arielhelwani he wants Khabib Nurmagomedov in his return fight (via @SportsCenter) pic.twitter.com/QZSo8nvIdk
— ESPN (@espn) August 23, 2019
„Það er margt sem gerist á bak við tjöldin og þá þarf maður að taka skref til baka. Ég held samt að ég muni aldrei geta hætt. Ég mun berjast þar til ég dey,“ sagði Conor en mun hann berjast á þessu ári?
„Það er líklegt að ég berjist á þessu ári. Við ættum að geta komið því við.“
Hér má sjá meira af viðtalinu og sömuleiðis viðtal við Helwani um Conor í SportsCenter.
My initial reaction to tonight’s Conor McGregor interview on SportsCenter. pic.twitter.com/HIIOpbwKIL
— Ariel Helwani (@arielhelwani) August 23, 2019