Orkan okkar segist ekki bera ábyrgð á miðadreifingum í Fossvogskirkjugarði Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 21:36 Einum miða var komið fyrir í blómaskreytingu í garðinum. Twitter Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni. Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni.
Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31