Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 14:18 Frá leit í Þingvallavatni þann 10. ágúst síðastliðinn. Landsbjörg Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50
Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21
Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25