Handalaus táningur tekur þátt í þríþrautarkeppni í Chicago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 12:30 Tim Bannon. Skjámynd/Shriners Hospitals for Children — Chicago Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Íþróttir Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Sjá meira
Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Íþróttir Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Sjá meira