Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe kom yfirtökunni á Nice í gegnum kerfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 12:00 Auðvitað eru Íslandstengingar í nýja félagið hans Jim Ratcliffe. Getty/Matthew Lloyd Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. Jim Ratcliffe keypti franska 1. deildarliðið Nice fyrr á þessu ári og nú hefur franska samkeppniseftirlitið gefið grænt ljós á kaupin. Ratcliffe borgaði 100 milljónir evra fyrir Nice eða meira en 13,8 milljarða íslenskra króna.British billionaire Jim Ratcliffe's takeover of French Ligue 1 side Nice has been given the all clear by the country's competition authority. Full story: https://t.co/SbjpVVY6kNpic.twitter.com/gqdeZAD9hv — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Jim Ratcliffe er stóreignamaður á Íslandi en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi. Einn Íslendingur hefur spilað með Nice en það gerði Albert Guðmundsson snemma á sjötta áratugnum. Albert spilaði með Nice tímabilið 1952-53 en snéri svo heim til Íslands í framhaldinu þar sem hann endaði ferilinn. Íslendingar eiga líka mjög góðar minningar frá Nice og þá sérstaklega frá heimavelli félagsins, Allianz Riviera. Það var einmitt á þessum velli sem íslenska landsliðið sló það enska út úr sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 27. júní 2016. Þetta er ekki fyrsta fótboltafélagið í eigu Ratcliffe því þessi 66 ára Breti á einnig svissneska 2. deildarliðið Lausanne sem hann eignaðist árið 2017. Knattspyrnustjóri Jim Ratcliffe hjá Nice er Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og franska landsliðsins. Nice hefur byrjað tímabilið vel og er með fullt hús eftir tvær umferðir. Jim Ratcliffe stofnaði efnavinnslufyrirtækið Ineos og er metinn á 18,15 milljarða punda eða 2755 milljarða íslenskra króna. Hann er mikill íþróttáhugamaður því hann tók yfir hjólreiðaliðið Team Sky í maí og hefur einnig sett 110 milljónir punda í breska siglingaliðið í Ameríkubikarnum. Jim Ratcliffe segist vera mikill stuðningsmaður Manchester United en hann hefur einnig sýnt því áhuga að kaupa Chelsea af Roman Abramovich. Ekkert hefur þó orðið að því ennþá að hann eignist knattspyrnufélag í sínu eigin landi. Bretland Frakkland Franski boltinn Íslandsvinir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Sjá meira
Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. Jim Ratcliffe keypti franska 1. deildarliðið Nice fyrr á þessu ári og nú hefur franska samkeppniseftirlitið gefið grænt ljós á kaupin. Ratcliffe borgaði 100 milljónir evra fyrir Nice eða meira en 13,8 milljarða íslenskra króna.British billionaire Jim Ratcliffe's takeover of French Ligue 1 side Nice has been given the all clear by the country's competition authority. Full story: https://t.co/SbjpVVY6kNpic.twitter.com/gqdeZAD9hv — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Jim Ratcliffe er stóreignamaður á Íslandi en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi. Einn Íslendingur hefur spilað með Nice en það gerði Albert Guðmundsson snemma á sjötta áratugnum. Albert spilaði með Nice tímabilið 1952-53 en snéri svo heim til Íslands í framhaldinu þar sem hann endaði ferilinn. Íslendingar eiga líka mjög góðar minningar frá Nice og þá sérstaklega frá heimavelli félagsins, Allianz Riviera. Það var einmitt á þessum velli sem íslenska landsliðið sló það enska út úr sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 27. júní 2016. Þetta er ekki fyrsta fótboltafélagið í eigu Ratcliffe því þessi 66 ára Breti á einnig svissneska 2. deildarliðið Lausanne sem hann eignaðist árið 2017. Knattspyrnustjóri Jim Ratcliffe hjá Nice er Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og franska landsliðsins. Nice hefur byrjað tímabilið vel og er með fullt hús eftir tvær umferðir. Jim Ratcliffe stofnaði efnavinnslufyrirtækið Ineos og er metinn á 18,15 milljarða punda eða 2755 milljarða íslenskra króna. Hann er mikill íþróttáhugamaður því hann tók yfir hjólreiðaliðið Team Sky í maí og hefur einnig sett 110 milljónir punda í breska siglingaliðið í Ameríkubikarnum. Jim Ratcliffe segist vera mikill stuðningsmaður Manchester United en hann hefur einnig sýnt því áhuga að kaupa Chelsea af Roman Abramovich. Ekkert hefur þó orðið að því ennþá að hann eignist knattspyrnufélag í sínu eigin landi.
Bretland Frakkland Franski boltinn Íslandsvinir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Sjá meira