Milli feigs og ófeigs Þorvaldur Gylfason skrifar 22. ágúst 2019 07:15 Stokkhólmi – Nú er hún tekin að skýrast myndin af bandarískum stjórnmálum í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þetta skiptir máli. Trump forseti er óvinsælasti forseti landsins frá því Gallup hóf slíkar mælingar 1945. Meðal þrettán Bandaríkjaforseta frá Harry Truman til Donalds Trump er Trump hinn eini sem hefur aldrei notið stuðnings meiri hluta kjósenda eftir bráðum þriggja ára setu í Hvíta húsinu. Hann er hinn fyrsti sinnar tegundar. Bandarískir sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar telja hann verstan allra 44ra forseta Bandaríkjanna frá öndverðu. Nýjar rannsóknir benda til að kjör hans 2016 megi skýra ekki bara með vonbrigðum margra kjósenda vegna staðnaðra lífskjara og ótímabærra dauðsfalla í dreifbýli heldur einnig með gamalgrónum fordómum gegn blökkumönnum og nýbyggjum, fordómum sem forsetinn hefur ýft upp og haldið áfram að kynda undir.Styrkur Bandaríkjanna Margt bendir þó til þess, m.a. margar skoðanakannanir, að Trump forseti muni að ári þurfa að lúta í lægra haldi fyrir frambjóðanda demókrata hver sem hann verður eða hún. Það sem hefur breytzt er að æ fleiri sjá í gegnum forsetann og upphlaup hans og snúa því baki við honum auk þess sem nú virðist niðursveifla í bandarísku efnahagslífi vera í aðsigi líkt og víða annars staðar. Niðursveifla með auknu atvinnuleysi í aðdraganda kosninga bitnar jafnan á sitjandi forseta. Við bætist að forsetinn hefur ekki bara sætt óvenjuharkalegri fordæmingu andstæðinga sinna og fjölmiðla heldur eru nú einnig í gangi um 30 opinberar rannsóknir á meintum lögbrotum hans og manna hans af hálfu Bandaríkjaþings og saksóknara. Sumir nánir samstarfsmenn forsetans hafa þegar hlotið fangelsisdóma fyrir efnahagsbrot og aðra glæpi og sitja inni. Þarna birtist styrkur Bandaríkjanna sem réttarríkis. Háir og lágir eru yfirleitt jafnir fyrir bandarískum lögum í þeim skilningi að dómarar, forsetar, ríkisstjórar, saksóknarar og þingmenn eru iðulega dregnir fyrir dóm ef þeir brjóta lög. Fv. ríkisstjóri Illinois Rod Blagojevich afplánar nú t.d. 14 ára fangelsisdóm. Með þessu er þó ekki sagt að bandarískt réttarfar fari aldrei í manngreinarálit, öðru nær, því blökkumenn eru enn beittir margs kyns rangindum þótt þeir hafi nú í meira en hálfa öld staðið jafnfætis hvítum fyrir lögum. Og aðeins örfáir brotlegir bankamenn voru ákærðir og dæmdir eftir 2008 enda höfðu bankarnir fyllt fjárhirzlur beggja stjórnmálaflokka. Þegar öllu er á botninn hvolft hvílir bandarískt stjórnarfar á skilvirkri þrískiptingu valds, öflugum fjölmiðlum og jafnræði hárra og lágra fyrir lögum. Þetta dugði til að koma Richard Nixon út úr Hvíta húsinu 1974. Fari svo að Trump fari með sigur af hólmi 2020 mun reyna aftur á innri styrk bandarísks stjórnarfars líkt og 1974. Heim til þín, Ísland Víkur nú sögunni heim til Íslands þar sem hvorki skilvirkri þrískiptingu valds né jafnræði fyrir lögum er til að dreifa þótt fjölmiðlum hafi vaxið ásmegin. Hér skilur milli feigs og ófeigs. Framkvæmdarvaldið hefur bæði Alþingi og skipan dómara í hendi sinni sem fyrr og þverskallast við að staðfesta nýju stjórnarskrána sem er einmitt ætlað að tryggja m.a. betra jafnvægi og skarpari skil milli valdþáttanna þriggja. Mikið virðist einnig vanta upp á jafnræði fyrir lögum. Hæstaréttardómarar hafa sakað hver annan um lögbrot án þess að Alþingi eða önnur yfirvöld hafi látið málið til sín taka. Alþingi samþykkti 2012 að láta rannsaka einkavæðingu bankanna en lét þó ekki af rannsókninni verða enda höfðu bankarnir fyllt fjárhirzlur þriggja stjórnmálaflokka fyrir hrun. Hinn fjórði, svo við höldum okkur bara við fjórflokkinn, sagði ekki múkk. Banki eða þvottavél? Seðlabankinn hefur tekið að sér að rannsaka sjálfur meint misferli innan bankans. Eftir að meint brot voru fyrnd birti bankinn loksins skýrslu um Kaupþingslánið án þess að nefna að þriðjungur lánsfjárins var lagður samdægurs inn á reikning á Tortólu 6. október 2008. Skýrslan bætti engu við það sem vitað var löngu fyrr, öðru nær. Fyrir skömmu birti bankinn svo aðra skýrslu um innflutning gjaldeyris til landsins eftir hrun. Skýrslan staðfestir að bankinn leit undan frekar en að spyrja um uppruna fjárins svo sem honum bar. Bankinn neitar enn að birta nöfn þeirra sem fluttu féð heim. Fjölmiðlar hafa upplýst að meira en þriðjungur fjárins kom frá Lúxemborg og Sviss. Bankaráðsmenn þurfa að upplýsa hvort og þá hvernig þeir ræktu lagaskyldu sína til að fylgjast með að bankinn færi að lögum. Ekkert lært, engu gleymt Nær allir flokkar á Alþingi, bankarnir og stórfyrirtækin virðast staðráðin í að ríghalda í sukkið sem setti landið á hliðina 2008. Þau hafa að því er virðist ekkert lært og engu gleymt. Að því hlýtur að koma að fólkið í landinu taki sér tak og setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Stokkhólmi – Nú er hún tekin að skýrast myndin af bandarískum stjórnmálum í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þetta skiptir máli. Trump forseti er óvinsælasti forseti landsins frá því Gallup hóf slíkar mælingar 1945. Meðal þrettán Bandaríkjaforseta frá Harry Truman til Donalds Trump er Trump hinn eini sem hefur aldrei notið stuðnings meiri hluta kjósenda eftir bráðum þriggja ára setu í Hvíta húsinu. Hann er hinn fyrsti sinnar tegundar. Bandarískir sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar telja hann verstan allra 44ra forseta Bandaríkjanna frá öndverðu. Nýjar rannsóknir benda til að kjör hans 2016 megi skýra ekki bara með vonbrigðum margra kjósenda vegna staðnaðra lífskjara og ótímabærra dauðsfalla í dreifbýli heldur einnig með gamalgrónum fordómum gegn blökkumönnum og nýbyggjum, fordómum sem forsetinn hefur ýft upp og haldið áfram að kynda undir.Styrkur Bandaríkjanna Margt bendir þó til þess, m.a. margar skoðanakannanir, að Trump forseti muni að ári þurfa að lúta í lægra haldi fyrir frambjóðanda demókrata hver sem hann verður eða hún. Það sem hefur breytzt er að æ fleiri sjá í gegnum forsetann og upphlaup hans og snúa því baki við honum auk þess sem nú virðist niðursveifla í bandarísku efnahagslífi vera í aðsigi líkt og víða annars staðar. Niðursveifla með auknu atvinnuleysi í aðdraganda kosninga bitnar jafnan á sitjandi forseta. Við bætist að forsetinn hefur ekki bara sætt óvenjuharkalegri fordæmingu andstæðinga sinna og fjölmiðla heldur eru nú einnig í gangi um 30 opinberar rannsóknir á meintum lögbrotum hans og manna hans af hálfu Bandaríkjaþings og saksóknara. Sumir nánir samstarfsmenn forsetans hafa þegar hlotið fangelsisdóma fyrir efnahagsbrot og aðra glæpi og sitja inni. Þarna birtist styrkur Bandaríkjanna sem réttarríkis. Háir og lágir eru yfirleitt jafnir fyrir bandarískum lögum í þeim skilningi að dómarar, forsetar, ríkisstjórar, saksóknarar og þingmenn eru iðulega dregnir fyrir dóm ef þeir brjóta lög. Fv. ríkisstjóri Illinois Rod Blagojevich afplánar nú t.d. 14 ára fangelsisdóm. Með þessu er þó ekki sagt að bandarískt réttarfar fari aldrei í manngreinarálit, öðru nær, því blökkumenn eru enn beittir margs kyns rangindum þótt þeir hafi nú í meira en hálfa öld staðið jafnfætis hvítum fyrir lögum. Og aðeins örfáir brotlegir bankamenn voru ákærðir og dæmdir eftir 2008 enda höfðu bankarnir fyllt fjárhirzlur beggja stjórnmálaflokka. Þegar öllu er á botninn hvolft hvílir bandarískt stjórnarfar á skilvirkri þrískiptingu valds, öflugum fjölmiðlum og jafnræði hárra og lágra fyrir lögum. Þetta dugði til að koma Richard Nixon út úr Hvíta húsinu 1974. Fari svo að Trump fari með sigur af hólmi 2020 mun reyna aftur á innri styrk bandarísks stjórnarfars líkt og 1974. Heim til þín, Ísland Víkur nú sögunni heim til Íslands þar sem hvorki skilvirkri þrískiptingu valds né jafnræði fyrir lögum er til að dreifa þótt fjölmiðlum hafi vaxið ásmegin. Hér skilur milli feigs og ófeigs. Framkvæmdarvaldið hefur bæði Alþingi og skipan dómara í hendi sinni sem fyrr og þverskallast við að staðfesta nýju stjórnarskrána sem er einmitt ætlað að tryggja m.a. betra jafnvægi og skarpari skil milli valdþáttanna þriggja. Mikið virðist einnig vanta upp á jafnræði fyrir lögum. Hæstaréttardómarar hafa sakað hver annan um lögbrot án þess að Alþingi eða önnur yfirvöld hafi látið málið til sín taka. Alþingi samþykkti 2012 að láta rannsaka einkavæðingu bankanna en lét þó ekki af rannsókninni verða enda höfðu bankarnir fyllt fjárhirzlur þriggja stjórnmálaflokka fyrir hrun. Hinn fjórði, svo við höldum okkur bara við fjórflokkinn, sagði ekki múkk. Banki eða þvottavél? Seðlabankinn hefur tekið að sér að rannsaka sjálfur meint misferli innan bankans. Eftir að meint brot voru fyrnd birti bankinn loksins skýrslu um Kaupþingslánið án þess að nefna að þriðjungur lánsfjárins var lagður samdægurs inn á reikning á Tortólu 6. október 2008. Skýrslan bætti engu við það sem vitað var löngu fyrr, öðru nær. Fyrir skömmu birti bankinn svo aðra skýrslu um innflutning gjaldeyris til landsins eftir hrun. Skýrslan staðfestir að bankinn leit undan frekar en að spyrja um uppruna fjárins svo sem honum bar. Bankinn neitar enn að birta nöfn þeirra sem fluttu féð heim. Fjölmiðlar hafa upplýst að meira en þriðjungur fjárins kom frá Lúxemborg og Sviss. Bankaráðsmenn þurfa að upplýsa hvort og þá hvernig þeir ræktu lagaskyldu sína til að fylgjast með að bankinn færi að lögum. Ekkert lært, engu gleymt Nær allir flokkar á Alþingi, bankarnir og stórfyrirtækin virðast staðráðin í að ríghalda í sukkið sem setti landið á hliðina 2008. Þau hafa að því er virðist ekkert lært og engu gleymt. Að því hlýtur að koma að fólkið í landinu taki sér tak og setji þeim stólinn fyrir dyrnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun