Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 21:44 Hér má sjá umfang hrunsins Facebook/Lögreglan Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22