Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 13:13 Félag eldri borgara segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur. Vísir Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. Sá krafðist að fá íbúð sína afhenta, enda hafði hann greitt uppsett verð og staðið við sinn hluta kaupsamningsins. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að viðkomandi hafi fengið íbúð sína afhenta. Aðfarabeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur falli af þeim sökum niður. Ekki fylgir þó sögunni í hverju samkomulagið felst. Fyrr í dag var fyrirtöku í málinu frestað, rétt áður en hún átti að hefjast. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu - sem nú hefur tekist í öðru tilfellinu. Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Félag eldri borgara vinni áfram að því að ná sátt við hinn einstaklinginn sem höfðað hefur samskonar mál. „Áfram var rætt við aðra kaupendur íbúða í Árskógum í gær. Alls er nú búið er að ræða við 53. Fjöldi þeirra sem búinn er að undirrita skilmálabreytingu um hærra kaupverð er 39. Þeir sem eru enn að hugsa málið eru 15. Fjöldi kaupenda sem eru með virkt dómsmál við félagið eru 1,“ segir í tilkynningunni. Hins vegar eigi enn eftir að ræða við 11 kaupendur sem allir eiga það sameiginleg að vera með áætlaðan afhendingardag íbúða sinna í september. Því hefur ekki orðin seinkun á afhendingdu þeirra íbúða en framkvæmdir standa þó enn yfir við annað húsið af tveimur sem Félag eldri borgara reisir í Árskógum. Félagið segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur. Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. Sá krafðist að fá íbúð sína afhenta, enda hafði hann greitt uppsett verð og staðið við sinn hluta kaupsamningsins. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að viðkomandi hafi fengið íbúð sína afhenta. Aðfarabeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur falli af þeim sökum niður. Ekki fylgir þó sögunni í hverju samkomulagið felst. Fyrr í dag var fyrirtöku í málinu frestað, rétt áður en hún átti að hefjast. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu - sem nú hefur tekist í öðru tilfellinu. Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Félag eldri borgara vinni áfram að því að ná sátt við hinn einstaklinginn sem höfðað hefur samskonar mál. „Áfram var rætt við aðra kaupendur íbúða í Árskógum í gær. Alls er nú búið er að ræða við 53. Fjöldi þeirra sem búinn er að undirrita skilmálabreytingu um hærra kaupverð er 39. Þeir sem eru enn að hugsa málið eru 15. Fjöldi kaupenda sem eru með virkt dómsmál við félagið eru 1,“ segir í tilkynningunni. Hins vegar eigi enn eftir að ræða við 11 kaupendur sem allir eiga það sameiginleg að vera með áætlaðan afhendingardag íbúða sinna í september. Því hefur ekki orðin seinkun á afhendingdu þeirra íbúða en framkvæmdir standa þó enn yfir við annað húsið af tveimur sem Félag eldri borgara reisir í Árskógum. Félagið segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur.
Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26