Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2019 12:15 Fíkniefnahundur Tollgæslunnar við leit í ferðatösku Vísir/Jóhann K. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur haldlagt mun minna magn af hassi það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Yfirtollvörður á flugvellinum segir jafnframt að innflutningur ólöglegra lyfja hafi fækkað um helming frá áramótum. Jóhann K. Jóhannsson. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur fjöldi fíkniefnamála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli, fyrstu sex mánuði ársins, nær staðið í stað samanborið við síðasta ár en þó er innihaldið í hverri og einni sendingu mun meira en áður. „Það sem er kannski að breytast er að magnið sem er í hverri sendingu, ef við tökum til dæmis meðaltal á haldlögðum sendingum núna á kókaíni, þá erum við með svona í kringum 1,2 kíló í hverri sendingu núna á móti rúmum 600 grömmum í fyrra, þannig að við erum kannski að sjá stærri sendingar,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli.Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Bladur HrafnkellMikið lagt á sig til að fela efnin í ferðatöskum Guðrún segir að innflutningsaðferðir hafi breyst og er mikið lagt á sig til þess að reyna fela efnin í sérútbúnum ferðatöskum. Það sem af er ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli haldlagt tíu kíló af kókaíni en kannabismálum hefur fækkað umtalsvert. Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. „Hass sem slíkt hefum við ekki verið að sjá eins og núna við höfum hins vegar verið að sjá töluvert af kannabisolíunni og þá er hún að koma inn í gegnum hraðsendingarnar suðurfrá,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sólveig að innflutningur á ólöglegum lyfjum hafi fækkað. „Ef við tökum bara lyfjamálin, þá eru þau helmingi færri núna miðað við síðasta ár en við erum samt að sjá stórar sendingar. Við erum komin í 7500 töflur til dæmis af OxyContin þar sem af er ári,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur haldlagt mun minna magn af hassi það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Yfirtollvörður á flugvellinum segir jafnframt að innflutningur ólöglegra lyfja hafi fækkað um helming frá áramótum. Jóhann K. Jóhannsson. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur fjöldi fíkniefnamála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli, fyrstu sex mánuði ársins, nær staðið í stað samanborið við síðasta ár en þó er innihaldið í hverri og einni sendingu mun meira en áður. „Það sem er kannski að breytast er að magnið sem er í hverri sendingu, ef við tökum til dæmis meðaltal á haldlögðum sendingum núna á kókaíni, þá erum við með svona í kringum 1,2 kíló í hverri sendingu núna á móti rúmum 600 grömmum í fyrra, þannig að við erum kannski að sjá stærri sendingar,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli.Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Bladur HrafnkellMikið lagt á sig til að fela efnin í ferðatöskum Guðrún segir að innflutningsaðferðir hafi breyst og er mikið lagt á sig til þess að reyna fela efnin í sérútbúnum ferðatöskum. Það sem af er ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli haldlagt tíu kíló af kókaíni en kannabismálum hefur fækkað umtalsvert. Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. „Hass sem slíkt hefum við ekki verið að sjá eins og núna við höfum hins vegar verið að sjá töluvert af kannabisolíunni og þá er hún að koma inn í gegnum hraðsendingarnar suðurfrá,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sólveig að innflutningur á ólöglegum lyfjum hafi fækkað. „Ef við tökum bara lyfjamálin, þá eru þau helmingi færri núna miðað við síðasta ár en við erum samt að sjá stórar sendingar. Við erum komin í 7500 töflur til dæmis af OxyContin þar sem af er ári,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30