Örfoka land ekki fest í sessi með þjóðgarði Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2019 06:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur staðið í ströngu síðan hann tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Nýr þjóðgarður á hálendi Íslands mun ekki festa í sessi örfoka land og hægt verður að græða upp land innan þjóðgarðsins. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og telur mikilvægt að endurheimta gróðurþekju sem eitt af verkefnum Íslands í baráttu gegn hlýnun jarðar. Hann segir það mikilvægt að hálendisþjóðgarður stöðvi ekki uppgræðslu og endurheimt gróðurs á hálendinu. „Eitt af tækifærunum við Miðhálendisþjóðgarð er einmitt að auka möguleikana á að endurheimta gróður og jarðveg. Slíka endurheimt má til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Miðhálendisþjóðgarður er síður en svo ávísun á örfoka land eða ávísun á það að uppgræðslu innan hans yrði hætt eða komið í veg fyrir að ráðist yrði í þannig verkefni. Æskilegt er að endurheimt landgæða geti átt sér stað á svæðinu, meðal annars sem liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu sinni síðastliðinn mánudag að Landgræðslan og Skógræktin væru uggandi yfir því að mögulegur þjóðgarður gæti komið í veg fyrir uppgræðslu á hálendinu. Stofnanirnar hafa báðar sent inn umsögn vegna málsins og bent á þennan vankant. Það ber þó ekki að túlka sem svo að þær séu á móti stofnun þjóðgarðs. Aðeins að hægt verði að endurheimta þann gróður sem tapast hefur vegna sauðfjárbeitar þar síðustu árhundruð. Sauðfjárbeit eða veiðar verða ekki bannaðar innan þjóðgarðsins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi landsins til upprekstrar munu því ekki þurfa að óttast það að tapa afréttum og almenningum sem þeir hafa nýtt í aldir. Að mati Guðmundar Inga er mikilvægt að nýting innan þjóðgarðsins verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að nytjar innan marka þjóðgarðsins verði sjálfbærar og nefndin sem vinnur að tillögum um þjóðgarðinn hefur lagt áherslu á að hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar, svo sem veiðar og beit. Með tilkomu nýrra landgræðslulaga frá því í fyrra þarf síðan að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30 Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Nýr þjóðgarður á hálendi Íslands mun ekki festa í sessi örfoka land og hægt verður að græða upp land innan þjóðgarðsins. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og telur mikilvægt að endurheimta gróðurþekju sem eitt af verkefnum Íslands í baráttu gegn hlýnun jarðar. Hann segir það mikilvægt að hálendisþjóðgarður stöðvi ekki uppgræðslu og endurheimt gróðurs á hálendinu. „Eitt af tækifærunum við Miðhálendisþjóðgarð er einmitt að auka möguleikana á að endurheimta gróður og jarðveg. Slíka endurheimt má til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Miðhálendisþjóðgarður er síður en svo ávísun á örfoka land eða ávísun á það að uppgræðslu innan hans yrði hætt eða komið í veg fyrir að ráðist yrði í þannig verkefni. Æskilegt er að endurheimt landgæða geti átt sér stað á svæðinu, meðal annars sem liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu sinni síðastliðinn mánudag að Landgræðslan og Skógræktin væru uggandi yfir því að mögulegur þjóðgarður gæti komið í veg fyrir uppgræðslu á hálendinu. Stofnanirnar hafa báðar sent inn umsögn vegna málsins og bent á þennan vankant. Það ber þó ekki að túlka sem svo að þær séu á móti stofnun þjóðgarðs. Aðeins að hægt verði að endurheimta þann gróður sem tapast hefur vegna sauðfjárbeitar þar síðustu árhundruð. Sauðfjárbeit eða veiðar verða ekki bannaðar innan þjóðgarðsins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi landsins til upprekstrar munu því ekki þurfa að óttast það að tapa afréttum og almenningum sem þeir hafa nýtt í aldir. Að mati Guðmundar Inga er mikilvægt að nýting innan þjóðgarðsins verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að nytjar innan marka þjóðgarðsins verði sjálfbærar og nefndin sem vinnur að tillögum um þjóðgarðinn hefur lagt áherslu á að hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar, svo sem veiðar og beit. Með tilkomu nýrra landgræðslulaga frá því í fyrra þarf síðan að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30 Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16